Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 151
MEÐ DÝRUM KOST
155
dýpri. Makki ljónanna er og markaður grunnt
og er deildskiptur. í trjónur þeirra er og rist,
þrjú strik, og augun egglaga að framan en
hvöss að aftan og ganga niður í sveig. Til þrí-
hyrnulaga eyra sést efst á kolli tveggja. Hér
mynd má bæta því við, að á þeim uppdyraþverfjölum
skornum, scm sést vel til í norsku stafkirkjun-
um, er einmitt sléttur flötur efst eins og á
Hrafnagilsfjölinni.
mynd Með hugarflugsvarúð má bæta við mynd-
efnið út fyrir fjölina á þrjá vegu. Mér þykir
mjög líklegt að þriðja ljónið hafi verið vinstra
megin við sívafninginn neðst í horninu til sam-
ræmis við það sem sést yst til hægri og að
drekabolirnir hafi sveigst niður og síðan inn að
miðju aftur með gapandi hausum á endum sem
síðan hafa bitið í minni dreka á milli sín. Áður
en rætt verður frekara um stíl og aldur þessa
listaverks, er rétt og skylt að virða fyrir sér og
athuga skurðverk viðarbútanna.
mynd Á Þjms. 5365 sést greinilega votta fyrir vaf-
teinungi. í hann bíta a.m.k. tvcir dýrskjaftar,
annaðhvort ljón eða drekar. Fyrir framan þá
cru sennilega vængir þríhyrnulaga en broddur
þeirra snertir myndendi, sem verið hefur þeim
mcgin á stafnum. Við endurnýtingu sem rúm-
stuðuls hefur verið gengið á þennan ramma,
mynd sem betur sést ef litið er á Þjms. 782. Eftirtekt-
arvert er og að gefa því gaum að dýrin hér,
sem í öllum svipuðum skurði norskum hljóta
að hafa snúið upp í öndverðu, hafa snúið niður
þegar stafurinn var nýttur sem rúmstuðull, það
vottar staða sporsins. Mjög er sennilegt að ein
deild í myndefni stafsins sé frá væng til
vængjar og að þær hafi tekið við hver af ann-
arri. Greinilegt er að vafningarnir eru misstór-
ir. Þeir sem dýrin bíta í cru stærri og gætu þar
af leiðandi verið meginstofninn en hinir kvísl-
ast út úr þeim svo sem algengt var, líkt og sýnt
mynd er á skýringarteikningu. Ef eitthvert vit er í
lengingar myndefnis
Þjms. 1080.