Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 155
MEÐ DÝRUM KOST
159
2J. niynd. Hluli i'ir Þjms. 4997 og öðruiu dyraslafnuiit frá Remiebukirkju, nú í Videnskabssel-
skapets Museum, Þrdiidheimi, er sýnir Iwentig teiuungur gengur í gegnum Ijónsbúk.
1080, nema vafningar ganga andhverft út úr aðalstofni og slá stærri
sveigum út. Verkið á þessum tveim seinustu bútum er aðeins bólgnara
en á hinum og virðist hafa sérstöðu. Að mínurn dómi gætu þetta verið
viðir úr veraldlegu húsi, veggstafur sá, er meiri er um sig, og dyru-
stafur sá minni, sennilegast úr veislustofu, þar hefur veggstafurinn sést,
en ekki í skála falinn bak við rekkjur.
Nú er tími til kominn að ræða um stíl, aldur og listsögulegt samhengi.
Hlustum þá fyrst á hvað Ellcn Marie Mageroy hefur um það að segja. í
öllum meginatriðum er hún sammála mér um túlkun myndefnis. Helst
væri það fjölin sem við værum ósammála um. Tekur það aðeins til jurta-
skreytisins. Ellen Marie er varfærnari en ég að kveða á um tilvist þess. Ég
þykist hins vegar vera búinn á skýringarteikningu að sýna fram á óyggj-
andi tilvist þess. Hugleiðingar hennar um þann möguleika að eitthvað af
þessari skurðlist hafi á sínum tíma verið utan dyra, undirorpið veðri og
vindum, tel ég vafasamar. Þær eru byggðar á veðrun Þjms. 782. Sá bútur
hefur að mínu mati veðrast eftir að hann var tckinn úr upprunalegu sam-
hengi, þar sem hann er slitinn á öllum hliðum.
Að sjálfsögðu er ekki um auðugan garð að gresja þegar benda skal á
íslenskt samanburðarcfni. Ellen Marie dregur fram eitt verk, gyllta
bronsdrekamynd sem fannst í Steingrímsfirði í eina tíð og Kristján
Eldjárn taldi frá 12. öld.3" í því samhengi vindur hún sér til Noregs í
leit að samanburðarefni og bendir á endurnotaða kirkjudyrastafi trá
Setesdal, en áður er hún búin að segja að stíll Hrafnagilsskurðar líkist
meir hinum svokallaða stafkirkjustíl en þeim alþjóðlega rómanska,
sem meir er þekktur. Síðan telur hún að sjálfsögðu að höfuðsaman-
burðarefnið sé að finna í dyraumbúnaði norsku stafkirknanna, en varar
samt við þeirri skoðun að vcrk sem Hrafnagilsskurður sé gert í
norskum stafkirkjustíl. Fremur eigi að tala um hliðstæður í steija-