Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 159
MEÐ DÝRUM KOST
163
2. myttií Víkjum þá að Þjms. 782 og 5365. Á Þjms. 782 er sléttur flötur utan
6. myiid skurðar á kantinum öðru megin. Þannig hefur einnig verið á Þjms.
22. mynd 5365. Til eru dyrastafir af horfinni kirkju í Bodal nyrst í Guðbrandsdal,
sem svipar til Rennebustafanna í Þrándheimi að því leyti að í slyngjum
þeirra eru ljón að hluta til. Það sem einkennir stafi þessa m.a. eru hinar
sléttu brúnir beggja vegna skurðflatarins líkt og til sést á Þjms. 782 og
verið hefur á Þjms. 5365. Fyrir slíkum rammahluta vottar reyndar
einnig á öðrum Rennebustafnum. Aðeins eitt kirkjudyrastafapar utan
áhrifasvæðis þrænska skólans er með þessum hætti gjört en það er frá
23. mynd 0ye kirkju í Valdres, talið með því elsta rómanskrar tegundar í Noregi,
eldra jafnvel en Sogngerðin.33 Verra er að gera viðhlítandi samanburð
á jurtaskreyti bútanna frá Hrafnagili og þess norska, sökum þess hve
lítið hefur af honum varðveist. En það sem sést t.d. á Þjms. 5365 og
782 minnir óneitanlega á stafina frá Rennebu, Bodal og 0ye, og vísar
þarmeð á Þrándheim að mestu leyti. Þetta þykja e.t.v. ekki veigamikil
rök fyrir þrænskum áhrifum eða öllu heldur samsvörun. Á móti kemur
að ekkert annað er á að benda. Engin sjáanleg tengsl eru t.d. með Sogn-
V aldres-Þelamerkurgerðinni.
Þá er að víkja aftur að aldri Hrafnagilsskurðar. Eins og fram kom hér
á undan taldi Ellen Marie Mageroy skurðinn vera frá seinasta hluta 12.
aldar, fjölina þó eldri en hitt eitthvað yngra. Áður en afstaða er tekin til
þessarar aldursákvörðunar þykir mér rétt að víkja aftur að Hrafnagils-
kirkju, þeirri er rifin var árið 1726, en reist eftir því sem best verður
vitað skömmu eftir 1326. Það hlýtur að segja sig sjálft að sú kirkja, sem
kemst á blöð sögunnar sakir þess hve búin var með dýrum kost, hlýtur
að hafa verið skreytt skurðlist. Þess vegna má telja líklegt „a priori“ að
eitthvað af þeim viðarleifum, er hér hafa verið sýndar og skoðaðar, séu
úr hcnni komnar. Af sjálfu leiðir og, að á undan kirkju Jóns Koðrans-
sonar hefur önnur staðið og það fleiri en ein og vel búnar á öðrum eins
stað og Hrafnagili. Ég er sammála Ellen Marie Mageroy um háan aldur
Qalarinnar, hún gæti þess vegna verið frá 12. öld og kemur því ekki til
greina að hún sé úr kirkju Jóns. Spurningin er þá þessi: eru hinir
viðirnir úr sömu kirkju og íjölin eða frá því skömmu eftir 1326? Erfitt
verður um svör. Þjms. 782 og 5365 gætu verið það. Margt er þó sem
mælir gegn því. Hafi fjölin og þeir stafir er Þjms. 782 og 5365 eru
hlutar úr, myndað eina heild á borð við þann dyraumbúnað sem enn
má sjá í norskum stafkirkjum, veldur það vandkvæðum að sjá fyrir sér
samsetningu ávalra stafa og flatrar fjalar, auk þess sem skurðurinn á
stöfunum er dýpri og yfirborð skurðflatanna mýkra. Augu drekanna
eru með mismunandi lagi, strik eru í trjónum drekahausanna og vafn-