Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 164
168
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
menningarlega, út að ystu mörkum bændaþjóðfélagsins, enda þótt þeir
hafi gegnt efnahagslega mikilvægu hlutverki með stöðu sinni sem
vinnuafl bænda.3)
í búnaðarfræðiriti frá 1861 kvartar stórbóndi nokkur t.d. yfir erfið-
leikum bænda við að ráða til sín duglegt vinnufólk:
Það er almennt viðurkennt að það sé aðalundirstaða góðs
búskapar og bústjórnar að mönnum heppnist góð og dugleg hjú,
en svo má að orði kveða, að yfir engum skorti sé jafn almennt
kvartað nú á seinni tíð, eins og á duglegum og einhleypum
hjúum...Af þessu sem nú er sagt, leiðir það að flestir bændur
neyðast til að taka það af hjúum sem þeir geta fengið, án þess að
líta til hins, hvort þau eru þeim hentug eður ekki, má og vera að
sumir bændur gefi minni gaum að þessu en vert væri og sæti helst
þeinr kjörum í hjúavalinu er best bjóðast, en það tel ég hina
mestu fásinnu.
Sókn jarðnæðislausra í aðrar afkomuleiðir við sjávarsíðuna varð til
þess að framboð á vinnufólki til landbúnaðar minnkaði og frá sjónarhóli
bænda var þctta stöðugt vandamál í lok 19. aldar. Segja má, að tor-
tryggni bænda gagnvart hinum jarðnæðislausu hafi átt sér rætur í
óreglulegri þörf fyrir vinnuafl og þeirri örbirgð sem oft ríkti í verstöðv-
unum þegar illa fiskaðist ár eftir ár. Hallæri leiddu oft til þess að hinir
bágstöddu þurrabúðarmenn fóru á vergang og urðu baggi á sveitinni,
en bændum var skylt að sjá um framfærslu fátæklinga.7) Þetta er ein af
ástæðunum fyrir hinni ströngu lagasetningu, sem annars vegar átti að
koma í veg fyrir ofQölgun á landsbyggðinni með því að hindra fátækl-
inga í að stofna fjölskyldu og heimili og hins vegar að tryggja bændum
ódýrt vinnuafl með því að skylda jarðnæðislausa til fastráðningar sem
vinnuhjú. Undir lok 19. aldar losuðu yfirvöld þó um þessi lög, eftir
langar og miklar umræður.H) En af öllu að dæma var raunhæfu hlutverki
þessara lagalegu ramma löngu lokið og þegar vistarböndum var aflétt
árið 1907 var það varla annað en viðurkenning á almennt þekktu
ástandi.
Fjölbreyttari vinnumarkaður við sjóinn ásamt vaxandi þéttbýlis-
myndun, hærri launum og afnámi lagalegra hafta hafði í för með sér að
jarðnæðislausir gátu nú byggt afkomu sína á fiskveiðum og ýmiss konar
verkamannavinnu til viðbótar.y)
Undirstaða þessarar greinar er svæðiskönnun á tveimur sunnlenskum
sjávarþorpum, Stokkseyri og Eyrarbakka, en þau eru á landsvæði sem
einkennist af mjög margþættu atvinnulífi. Grein þessari er ætlað að vera