Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 169
ÞURRABÚÐARMENN OG VERKAMENN UM 1900
173
voru þó mcira eða minna frjáls, t.d. réttur til fjörubeitar, þangtekju og
mótekju. Um aldamótin höfðu fæstir þurrabúðarmcnn umráð yfir jarð-
arskika og þar af leiðandi voru möguleikar þeirra á sjálfsþurftarbúskap
mjög takmarkaðir. Auk þess að vera ríkjandi í mataræði var skreið
almennur gjaldmiðill. Þessi efnahagslega einhæfni olli því, að þurrabúð-
armenn komust oft í skuld við fiskkaupendur á staðnum, eins og sést
m.a. á uppgjörum dánarbúa. Heimildamaður sem cr fæddur á Stokks-
eyri árið 1907 segir svo trá:
„Það var töluvert um það að kaupmennirnir lánuðu fólki upp á
vinnu sína. Það var algengt á vertíðinni að menn fengu sér úttckt
úr búð upp á væntanlegan vertíðarhlut. Borguðu svo um lokin.
Þá var það stundum að menn tóku út á vertíðina fyrirfram, skil-
urðu. Menn urðu að spara..."
í byrjun 20. aldar fór efnahagur þurrabúðarmanna smám saman batn-
andi. Landbúnaður virtist vera í sókn og fiskveiðar þróuðust áfrant eftir
að bátavélar komust í notkun eftir 1904. Þar með lengdust vertíðir
nokkuð. Stokkseyri tók að fá á sig yfirbragð útgerðarþorps, en Eyrar-
bakki varð meira að sveitaþorpi.
Á þessu hæga framþróunarskeiði í byrjun aldarinnar voru árið 1904
stofnuð verkamannafélögin Báran nr. 4 á Eyrarbakka og Báran nr. 5 á
Stokkseyri og var þetta liður í almennri þróun á suðvesturhluta
landsins. í byrjun bar lítt á pólitískum og hugmyndafræðilegum ein-
kennum í starfsemi félaganna. Þau voru fremur eins konar hagsmuna-
samtök með það að meginmarkmiði að bæta efnahagsleg kjör þurra-
búðarmanna. Þegar á fyrsta starfsárinu ræddu menn t.d. veika stöðu
þurrabúðarmanna gagnvart fiskkaupendum. Eftir aldamótin jókst sala
á blautfiski, cn fyrir hann greiddu kaupendur mun lægra verð en fyrir
þann fisk sem þurrabúðarmenn verkuðu sjálfir til sölu. Við þetta
bættist, að sala á blautum fiski tók fyrir möguleika þurrabúðarmanna til
að gera efnahagslegar langtímaáætlanir. Með því að selja fiskinn beint
upp úr bátunum, minnkaði skreiðarforði haustsins. Því ákvað verka-
mannafélagið á Stokkseyri árið 1905 að hætta þessari sölu á blautum
fiski og þar með batnaði staða þurrabúðarmanna gagnvart fiskkaupend-
um. Víða á strandsvæðum Skandinavíu og annars staðar við Norður-
Atlantshaf má finna hliðstæður við hina veiku aðstöðu íslenskra þurra-
búðarmanna gagnvart kaupmönnum og meira eða minna ríkjandi inn-
leggsviðskipti.I7)
Allra mikilvægasta frumkvæðið í átt til úrbóta var þó þegar Eyrar-
bakkahreppur keypti land skömmu eftir aldamótin, til þess að skipta í