Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 170
174
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
skika og leigja þurrabúðarmönnum. Með þcssu gafst æ fleirum tækifæri
til eigin framleiðslu með skepnuhaldi í smáum stíl.18) Samtímis þessu
tóku flestir að rækta kartöflur, með öflugum stuðningi verkamannafc-
laganna.
Greinilegt er, að verkamannafélögin voru vettvangur sameiginlegra
hagsmuna þurrabúðarmanna, en samt sem áður er örðugt að benda á
bein tengsl milli starfs félaganna og hugmyndafræðilegrar mótunar
menningarlegrar samstöðu þurrabúðarmanna og verkamanna. Því
veldur hið flókna samspil í stéttamunstri þorpanna.
Félagsleg formgerð — hlutlœg eða luiglœg túlkun stéttahugtaksins
„Ég gct sagt þér að einu sinni var ég að reka upp úr fjörunni og
ég finn stóran þorsk. Ég hirti hann, en jarðareigandinn tók hann
af mér... En svo gefur hann systur sinni helminginn af honum
og ég fékk hinn helminginn... Þeir pössuðu svolciðis upp á rek-
ann að ef við strákarnir vorum að þvælast með sjónum og
fundum kassa eða fjöl eða eitthvað, þá lá við að það yrði tekið af
okkur.“
(Leiguliði, fæddur á Stokkseyri 1905).
Túlka mætti táknrænt framferði landcigandans sem svo, að því væri
ætlað að undirstrika þau réttindi sem tengdust jarðareign, en samtímis
drcgur athæfi hans markalínu milli félagshópanna. Að hann skyldi
skipta þorskinum milli systur sinnar og fjölskyldu drengsins, bendir
ennfremur til að landeigandinn hafi viljað halda í e.k. forræðisímynd
sem tengdist föðurlegri stöðu hans. En hvað sem því líður er greinilegt,
að framlciðsluhættir og náin tengsl þeirra við eignarumráð báru skýran
vott um stéttaskiptinguna. Hlutlægt séð var virðingarstiginn fastákveð-
inn og stéttamörkin mjög skýr. Vel stæðir útvegsbændur og kaupmenn
tilheyrðu efri stéttunum, en stærsti hópurinn, þurrabúðarmenn og
verkamenn, mynduðu undirgróður samfélagsins. Árið 1900 voru fjöl-
skyldur verkamanna á Eyrarbakka u.þ.b. 75% af heildarfjölda íbúa, en
u.þ.b. 72% á Stokkseyri.
Að nokkru leyti var þó félagslegt andrúmsloft á Eyrarbakka frá-
brugðið Stokkseyri. Ástæðan var búseta danskra kaupmanna og fjöl-
skyldna þeirra, sem höfðu djúpstæð efnahagsleg og menningarleg áhrif
á félagslegt líf. Ekki má gleyma því, að danska verslunarvaldið átti sér
langa sögu á Eyrarbakka og allt til loka 19. aldar má jafnvel segja að
Danir hafi allt að því einokað alla verslun á svæðinu. Peir áttu allt land