Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 172
176
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bóginn tóku ekkert at dönskum lífsháttum upp í menningarlegan sjóð
sinn. Danskra áhrifa gætti mest í skynjun íslendinganna á heimabyggð-
inni, tilfmningin fyrir þorpinu sem slíku tengdist beinlínis athöfnum
hinna dönsku íbúa. 1 tah manna er dýrðarljómi yfir aldamótunum og
jafnaðarmerki er sett milli blómaskeiðs Eyrarbakka og gerða og áhrifa
Dananna. Þegar hin geysimiklu dönsku verslunarhús, sein voru meðal
síðustu minnisvarðanna uin þetta tímabil, voru rifin á 6. áratugnum,
fannst mörgum þorpsbúum, að tengslin við fortíðina væru rofin. Til
þess að sýna þetta viðhorf er trélíkan af byggingunum sett upp á lóðinni
á sumrin.
Án þess að ætlunin sé að gera flókið mál úr fyrirætlunum manna
hvað varðar uppbyggingu félagslegra tengsla, séð frá veruleikamynd
þeirra, má scgja, að tenging þorpsmyndarinnar við hin dönsku yfirráð
og átthagakenndin sem af henni leiddi, hafi orðið til að skyggja töluvert
á þá djúpu sundrung, sem í rauninni ríkti á Eyrarbakka.
Danskra áhrifa gætti í miklu minni mæli á Stokkseyri. Þar ríktu í
staðinn hcfðbundin feðraveldissamskipti hins gamla bændaþjóðfélags,
sem meðal annars voru staðfest af trúarlegri lnigmyndafræði. í fundar-
gerð verkamannafélagsins á Stokkseyri þann 23.5. 1905 má lesa eftirfar-
andi:
„Á fundi voru nokkrir menn sem ekki vildu rita nöfn sín undir
vinnusamninginn, helst vinnumenn sem ekki sögðust vera
sjálfum sér ráðandi og vildu tala við húsbændur sína fyrst.“
Bóndinn hafði næstum því ótakmarkað vald yfir hjúum sínum og
samskiptin einkenndust af nábýli þeirra. Bóndinn og fjölskylda hans
bjuggu ekki aðskilin frá hjúunum og menn hjálpuðust að við öll verk,
hvernig sem á stóð, en það varð til þess að skyggja á stéttamuninn.
Samt leikur enginn vafi á að hagsmunir bænda og vinnuhjúa fóru alls
ekki saman í meginatriðum. En yfirráðamunstrið kom í ljós á ýmsan
hátt og til þess að ná skýrri mynd af því er nauðsynlegt að tengja það
huglægri meðvitund og afstöðu þorpsbúa í samskiptum þeirra við
umhverfi sitt. í byrjun aldarinnar litu þurrabúðarmenn tæpast á sig sem
ákveðna stétt með sameiginleg markmið og hugsjónir, hcldur voru þeir
fremur sundraður hópur. Vafalaust hafa innleggsviðskiptin og van-
máttur gagnvart kaupmönnum átt ríkan þátt í mótun menningarvit-
undar þurrabúðarmannanna, en trúlegra cr þó, að þeir hafi sótt hug-
sjónir sínar og fyrirmyndir til hins stranga feðraveldis bændaþjóðfélags-
ins, scm þeir voru sprottnir úr.
Annar valkostur fyrir þurrabúðarmenn var að leita sjálfsvitundar