Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 174
178
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
tekinni sérstöðu nokkurra útvegsbænda og kaupmanna, jafnt danskra
sem íslenskra, er oft örðugt að fmna skýran mismun, byggðan á félags-
legri stöðu, í menningarmunstri íbúanna. Að mörgu leyti er hér um að
ræða umhverfi með jafnræðisímynd, sem byggðist annars vegar á t.d.
hlutaskiptareglum og ákvörðun um róðrartíma og hins vegar á þjóðfé-
lagsgerð sem bar einkenni feðraveldis.24) Samt sem áður má hér finna
margar þversagnir milli jafnræðishugsjónar og hefða og í formgerð
sinni var þetta umhverfi mjög skýrt aðgreint ef litið er til efnahags-
kerfisins. En þrátt fyrir greinilega hagsmunaárekstra milli félagshóp-
anna voru félagsleg samskipti manna miklu flóknari en kemur beinlínis
fram í efnahagsbyggingunni. Þetta þýðir þó ekki þversagnakenndan
klofning, heldur er fremur um að ræða túlkun á stéttarhugtakinu sem
huglægu eða hlutlægu fyrirbæri og hefur sú túlkun löngum verið innra
ágreiningsefni meðal marxista.25)
Ég á við, að í byggðarlögum á borð við Eyrarbakka og Stokkseyri er
mjög trúlega að finna lífshætti sem ganga þversum á eða rjúfa stétta-
mörk.26) Á hinn bóginn vil ég heldur ekki líta framhjá þeirri staðreynd,
að vissir lífshættir, t.d. mikil fátækt og tíðir flutningar, leggja einmitt
áherslu á stéttaskiptingu og laða hana fram í meira eða minna nánum
tengslum við framleiðsluhætti. Efnahagsskipan þurrabúðarkerfisins á
Suðureyjum er lýsandi dæmi um, að það sem á yfirborðinu virðist vera
sígild alþýðumenning er í rauninni afleiðing heildarbreytinga á fram-
leiðsluháttum.27) Á sama hátt má segja, að vöxtur og mótun íslenskrar
þurrabúðarmenningar sé afleiðing sérstæðra efnahagslegra aðstæðna á
landsbyggðinni. En jafnframt tel ég varasamt að halda fram, að lífs-
hættir séu sjálfkrafa háðir framleiðsluháttum. Stéttagreiningu, sem fyrst
og fremst byggist á fyrirfram ákveðnum drifkrafti í efnahagslegum
samskiptum grunns og yfirbyggingar, tel ég ófullnægjandi, ef ætlunin
er að rannsaka menningarlegar aðstæður í litlum þorpum þar sem
mörkin milli félagshópa eru óljós, eins og á Eyrarbakka og Stokkseyri
Ef langt er gengið í stéttagreiningu sem byggð er á efnahagslegum fors-
endum, getur það leitt til að þekking og innsæi þeirra manna sem rann-
sóknin snýst um, scu vanmetin og túlkuð sem eins konar tálvitund og
afneitun raunverulegs máttar þeirra. Til þess að komast hjá þessu skyldi
frekar leita annarra leiða sem í ríkari mæli byggjast á huglægu mati
fólksins sjálfs á eigin stöðu í ákveðinni samfélagsgerð og þeirra eigin
menningarlegu markmiðum, sem ekki tengjast fyrst og fremst efna-
hagslega hentugu sambandi grunns og yfirbyggingar. Hér er ekki síst
um að ræða sjálfsstjórn daglegs lífs og hefða og að skilgreina hvernig og
hvers vegna menningin getur átt sinn eigin sögulega frumkraft. Með