Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 175
ÞURRABÚÐARMENN OG VERKAMENN UM 1900
179
öðrum orðum, að leita eftir tengslum menningar við breytingar á dag-
legu lífi og framleiðsluháttum.27)
Enn hefur ekki fundist einhlít lausn á þessu víðfeðma viðfangsefni,
frekar er um mismunandi rannsóknaraðferðir að ræða. Ætlun mín með
þessari grein er fyrst og fremst að sýna fram á nokkur fræðileg sjónar-
liorn sem ég mun fást frekar við, þar sem gengið er út frá að skyggnast
handan við efnahagslega bundin tengsl grunns og yfirbyggingar. Óþarfi
er að afneita með öllu tilveru slíkra tengsla, en nauðsynlegt er að setja
þau í samband við önnur fyrirbrigði en hin efnahagslega ráðandi. Til
þess að þetta sé gerlegt, verðum við að viðurkenna möguleika fólks og
vilja þess til að skapa og bera áfram eigin menningu sem ekki er ein-
göngu bundin af tengslum við framleiðsluhætti. Auk þess að tengja
stéttagreiningu að vissu leyti við efnahagskerfið vil ég reyna að setja
hana í samband við fjölda annarra atriða, t.d. viðhorf manna til vinnu,
leit að sjálfsvitund í feðraveldi og ennfremur skynjun þeirra á nánasta
landfræðilega umhverfi sínu. Mér er að fullu ljóst hve viðamikið við-
fangsefnið er og ætlun mín er hér einungis að benda á margslungin
tengsl milli félagshópa á Eyrarbakka og Stokkseyri. Tilgangurinn er alls
ekki að reiða fram tilbúin svör við spurningum sem hingað til hafa
verið óleystar, heldur einungis að setja fram og opna umræðu um við-
fangsefnið.
Sóheig Georgsdóttir þýddi.
SUMMARY
Thc main purpose of this articlc is to discuss thc econontic activities and cultural form-
ation of thc crofting and day-labouring population of the two small coastal hamlets of
Eyrarbakki and Stokkseyri, on the Icelandic southcrn coast during the period 1890—1915
in an ethnological perspective.
The first half of the paper deals with the economic situation and the crofters’ adaption
to the economic superstructure, while the latter half discusses the complicated and diversi-
ficd social rclations. The papcr is a part of a widcr study of the development of the Ice-
landic working class as a cultural process.
Eyrarbakki was for centuries dominated by Danish merchants who had a considerable
cconomic and cultural influence on everyday social life. Stokkseyri, on the contrary, was
characterized by the traditional economic pattern of the peasant society — farming hus-
bandry and seasonal fishing.
In an objective sense the class boundaries of both hamlets were strict, which has to
a large extent to do with the ownership of land and usufruct rights. At thc top of the
pyramid of social structure where the native and Danish nterchants and a few peasant-
fishermcn, who had full control of the means of production, as fishing for instance was
intimately tied to thc tenancy and ownership of land. The largest population group -
crofters and day-labourers - had prior to 1900, in most cascs, no access to land or fishing