Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 181
ÞORKELL GRÍMSSON
ÞRJÚ FANGAMÖRK RAGNHEIÐAR
BISKUPSFRÚAR
Sjá má snoturt skurðatriði á miðri framhlið hins veglega kistustóls
Þjóðminjasafns íslands sem var í eigu Ragnheiðar Jónsdóttur biskups-
frúar á Hólum (1646-1715) og líklegt þykir að sé eftir hinn kunna
skurðmeistara Guðmund Guðmundsson í Bjarnastaðahlíð. Gripur þessi
kom til safnsins frá Vaðlalæk á Vatnsnesi, var skráður 3. desember árið
1885 og ber safnnúmerið 2702. Ofangreint atriði er á lóðréttu bandi í
hliðinni. Flöturinn framan á því er 16 cm á hæð, en breidd hans 8,4 cm.
Ekki er skorið út að brúnum og kemur fram skýr, slétt umgerð á efra
hluta en svæðin renna saman að neðan. Þarna getur að líta uppréttan,
undinn teinung með blöðum, lágt upphleyptan. Hefur ekki virst vera
annað í þessu skurðverki, en sé nánar rýnt sést að smiðurinn hefur skilið
þarna eftir sig fangamark af óvenjulegri gerð. Er skorið í fjölina R og
1, með latnesku upphafsstafaletri, stafir samslungnir og spegilhorf á
þeim. Liggja þeir hvor upp af öðrum, fyrri stafur nafndráttarins, R,
hafður ofar, og þannig skorið að hann liggur undir hinn. Fer ekki milli
mála að þetta er fangamark frú Ragnheiðar Jónsdóttur. Hún var dóttir
Jóns Arasonar prests í Vatnsflrði Magnússonar sýslumanns í Ögri og
konu lians Hólmfríðar Sigurðardóttur. Giftist Ragnheiður tvisvar og
voru báðir eiginmenn hennar biskupar á Hólum, var hún þriðja kona
Gísla Þorlákssonar biskups (1631-1684) og önnur kona Einars biskups
Þorsteinssonar (1633-1696). Ókunnugt er um snu'ðaár stólsins. f
safnskrá Þjóðminjasafnsins má þó lesa að hann sé að líkindum frá því
um 1680. Þannig vill til að fangamark þetta úr teinungi er gert á alveg
sama stað og fangamark þeirra Ara Jónssonar og Rafns Brandssonar á
Grundarstólum.
Sæti Ragnheiðar Jónsdóttur er smíðað úr eik. Talsvert hefur verið
gert við það að neðanverðu og þar notast við furu. Ekki er þar neinn
útskurð að sjá. Það er með ferhyrndu lagi, tiltölulega breitt og fætur
lágir, mest hæð þess 102 cm, og mest breidd 68,8 cm. í því eru fer-