Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 182
186
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
strendir hornstólpar, tengdir
láréttum böndum sem mynda
umgerðir í spjaldsettri sætis-
kistu, böndin fjögur að ofan
og jafn mörg að neðan, op er
í setuna og haft yfir því lok á
hjörum. Nokkurn spöl frá efri
endum á brúðum, en á þá er
skorið greppitrýni, hggur
breið þverslá, í bilið milli
hennar og efri umgerðarfjalar
baks eru settir fjórir breiðir
pílárar, lóðréttir, og armbrík-
ur, sveigðar, liggja út frá
brúðunum yfir um endana á
framstólpum. Húsgagn þetta,
smíðað í barokkstíl, prýðir
lágt upphleyptur útskurður,
en haft er skrautsnið á brúnum
við bakið. Gerðir eru greina-
undningar með blaðskrúði í
efri þverfjölum kistugrindar
og nær skraut þetta allt í
kring. Framan á bakslá, miðja vegu, getur að líta stóran, lækkaðan reit
með skrautsniði og skjöldur, skrautlegur, liggur við miðja bakhlið
sláar, er á báðum þessum reitum fangamark Ragnhciðar Jónsdóttur
biskupsfrúar, upphafsstafirnir R og I, af venjulegri latneskri gerð og
samslungnir. Ekki verður annað sagt en að gott samræmi sé milli jurt-
anna sem skornar eru á skárunum í stólkistu. Þó er sá munur í útskurð-
inum á hinu lóðrétta bandi á framhlið, þar scm fangamarksjurtin er, og
skurðinum á umgerð, að höfð eru blóm á jurtum umgerðar en teinung-
urinn í fangamarki er blómlaus. Líkur stóll þessum, en ekki mjög
útskorinn, er í Folkemuseet í Kaupmannahöfn, sagður frá „Múla“.
Hefur virst sennilegt að hann sé eftir Guðmund Guðmundsson.
Tvo aðra hluti í Þjóðminjasafninu virðist unnt að telja í senn verk
Guðmundar og gerða fyrir frú Ragnheiði Jónsdóttur. Þetta eru trafa-
öskjur úr bæki frá 1677, Þjms. 3500, og kista smíðuð úr eik en botn úr
furu, talin vera fatakista, Þjms. 10983. Á þessum gripum, sem eru í
barokkstíl og skreyttir lágt upphleyptum skurði, má sjá upphafsstafi
frú Ragnheiðar, cru þeir af latneskri gerð og samslungnir, gert er HRI