Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 183
187
ÞR)Ú FANGAMÖRK RAGNHEIÐAR BISKUPSFRÚAR
á miðju loki á öskjunum, þ.e. hústrú Ragnheiður Jónsdóttir, og sami
nafndráttur sést vinstra megin á loki kistunnar. Skjöldur með gagn-
skornu verki, ferhyrndur, felldur í gróp, blasir við á loki miðju. Par
hefur verið höggvinn tvöfaldur nafndráttur úr latneskum upphafs-
stöfum, og haft í honum skrifletur, flúrað og þétt, þetta HSD, en stafir
snúa bæði rétt og öfugt. Matthías Pórðarson myndaði sér þá skoðun að
þarna væri að líkindum gert fangamark Helgu Steinsdóttur biskups
Jónssonar. Halda verður skjöld þennan vera viðbót og mun hann settur
eftir að eigendaskipti hafa orðið. Skorið er hægra megin við hann
ANNO 1680.
Vandað hefur verið til skreytingar kistunnar sem er í hópi bestu gripa
í Þjóðminjasafninu. Hún er með flötu loki og hliðum, lokið á hjörum,
lengd við hana 132,5 cm, breidd 59,7 cm og hæðin 59 cm. Á framhlið,
göflum og loki er hún sett ferhyrndum spjöldum við framhliðina, stórt
spjald við miðju og minna spjald sitt hvorum megin, en eitt spjald er
við hvorn gafl, Skreyting loks er ckki óbreytt, áður en nafndráttar-
skjöldurinn er settur má gera ráð fyrir miðjuspjaldi í líkingu við hin
spjöldin, hefur lokið þá verið búið þremur spjöldum í upphafi, og það
sem í miðju var verið stærst, við bakhlið kistu er ekki skorið.
Umhverfis spjöld er jurtaskrúð, mikið og fallegt.
Pórarinn Magnússon, áður bóndi í Steintúni á Langanesströnd, segir
að foreldrar sínir hafi átt kistu þessa og selt, og heldur hann að hún sé
komin frá Árna Thorlacius í Stykkishólmi, sem var langafl hans. Um
síðustu aldamót var hún til sölu hjá Thorvaldsensbasar í Reykjavík, en
enginn keypti. Hún var send á Koloniudstilhngen í Kaupmannahöfn
árið 1905 og þar voru fest kaup á henni til handa Folkemuseet. Henni
var skilað til íslands árið 1930.
Greind verða tvö stór og sérkennileg fangamörk í jurtaskrúðinu við
framhlið sem farið hafa framhjá mönnum. Bæði eru þau með sama blæ
og fangamarkið framan á ofangreindum stól. Eru þau á lóðréttum
skárum sitt hvorum megin spjaldsins í miðju, hæð við þau um 30 cm,
og breidd um 9 cm. Gerð er undin teinungsjurt með blöðum og, að
því er virðist, blómum. Hún rís úr keri neðst á skára, myndar upphafs-
stafina R og I, latneska að gerð, sem skera hvor annan, og R haft ofar
en I. Kcrið er á grönnum stilk og stétt undir, bumbuvaxið við miðju,
með mjóum hálsi og opið vítt. Fangamarkið sem liggur vinstra megin
spjalds snýr rétt, en hitt, það næstum alveg sömu gerðar, er öfugt. Falla
bæði vel saman við annan útskurð framhliðar. Ekki er nein ástæða til að
efa að frú Ragnheiði Jónsdóttur sé þarna merkt kistan.
Kristján Eldjárn: Stakir Steinar, greinin „fslenskur barokkmcistari" bls. 134-171.