Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 185
ÞÓR MAGNÚSSON
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1985
Starfslið.
Fast starfslið var óbrcytt frá árinu áður, cn Árni Björnsson fckk
launalaust rannsóknarleyfi frá febrúar og til ársloka, cn hann hafði
fengið styrk frá Vísindasjóði til nánari rannsóknar á hátíðisdagahaldi á
íslandi fyrrum. Gegndi Hallgerður Gísladóttir starfi hans á meðan, en
Sigríður Sigurðardóttir BA var lausráðin við Þjóðháttadcild í starf það,
sem Hallgerður hefur haft áður.
Sú breyting var gerð á starfstilhögun í upphafi ársins, að safninu var
skipt í deildir og skipaðir deildarstjórar. Eru deildir og dcildarstjórar
sem hér segir:
Myndadeild, deildarstjóri Halldór J. Jónsson fyrsti safnvörður.
Textíldeild, deildarstjóri Elsa E. Guðjónsson safnvörður.
Húsverndardeild, deildarstjóri Lilja Árnadóttir safnvörður.
Forvörzludcild, dcildarstjóri Margrét Gísladóttir safnvörður.
Fornlcifadeild, deildarstjóri Guðmundur Ólafsson safnvörður.
Þjóðháttadeild, deildarstjóri Árni Björnsson safnvörður.
Safn- og sýningardeild, enginn deildarstjóri skipaður að svo stöddu.
Tæknisafn, enginn deildarstjóri skipaður að svo stöddu.
Sjóminjasafn, enginn deildarstjóri skipaður að svo stöddu.
Ástæða þess, að ckki var skipaður deildarstjóri yfir liinar þrjár síðast-
nefndu deildir cr einkum sú, að tvær hinar síðasttöldu hafa cngan eig-
inlegan rekstur og enginn var beinlínis til að taka við stjórn safn- og
sýningardeildar.
Sýningar og aðsókn.
Safngestir urðu 31.232 á árinu, sem er lítils háttar fækkun frá því árið
áður, en ljóst er, að aðsókn að safninu fcr mikið eftir veðri. Ferðamenn
koma mun meira í safnið ef veðrátta cr slæm og hentar síður til útiveru.
Munu ficst söfn hafa sömu sögu að segja.
Safnið hélt tvær sérsýningar á árinu, Ljósmyndir Pétnrs Brynjólfssonar,
sem opnuð var 23. febrúar og stóð til 7. maí. Annaðist Halldór J. Jóns-
son deildarstjóri val myndanna ásamt Ingu Láru Baldvinsdóttur, scm