Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 187
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN 1985
191
Hér má nefna, að safnið lánaði auk fjölda ljósmynda nokkra muni á
sýningu um sögu tónlistar á íslandi, sem opnuð var í Norræna húsinu
undir árslokin. Var hér einkum um að ræða gömul hljóðfæri og var af
því tilefni reynt að setja saman fyrsta orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík,
sem safnið hefur átt síðan 1932, en var geymt í pörtum á kirkjuloftinu
allt til 1984. En ekki tókst að setja saman nema lítið af orgelinu, enda
vantar greinilega mikið í það, og því virðist hafa verið mikið breytt árið
1860, er það var sent til viðgerðar til Kaupmannahafnar. En þær leifar,
sem til eru, virðast vera af upphaflegri gcrð orgelsins. Má helzt ætla, að
orgclverkið hafi aðeins verið sent utan 1860 og komið þá aftur í nýjum
kassa eða húsi, sem sjá má á gamalli mynd úr kirkjunni. Gamli kassinn
hefur síðan náð að gcymast að hluta, cn hinn nýrri ekki, en orgelið var
notað í kirkjunni til 1894.
Reir bræður Kristján og Ólafur Sigurjónssynir í Forsæti í Flóa settu
leifar orgelsins saman.
Þá lánaði safnið ýmsa muni á afmælissýningu Félags bifvélavirkja svo
og afmælissýningu Lögreglufélags Rcykjavíkur.
Safnauki.
Á árinu voru færðar 133 færslur í aðfangabók safnsins, mikið af því
ljósmyndir, manna- og atburðamyndir, en annað ýmiss konar hlutir og
oft margt í sömu færslu. Segir fjöldi innfærslna því lítið um safnaukann.
- Helztu gripir, sem safninu bárust, eru þessir:
Festarauga og hjálmur af Hornströndum, gcf. Sigurgeir Falsson, og
hafði hann sjálfur gert festaraugað. - Beizlisádráttur forn, fundinn hjá
Hofi í Vatnsdal, gef. Reynir Grétarsson. - Frummyndir Sigurðar málara
Guðmundssonar af sr. Gunnlaugi Oddsen dómkirkjupresti og sr. Hall-
dóri Jónssyni á Hofi, frummynd Þorsteins málara Guðmundssonar af
Höllu Magnúsdóttur, glitsaumað söðuláklæði og krosssaumuð mynd, allt
frá Kiðjabergi í Grímsnesi, gef. erfmgjar Halldórs Gunnlaugssonar, síð-
ast bónda þar. - AJþrykk af myndamótum frá gömlu prentsmiðjunum,
sem hér eru í safninu, sem Richard Valtingojer gerði og gaf. - Halla-
mælar og fleiri mælitæki frá tíð landsverkfræðings, gef. Vita- og hafn-
armálaskrifstofan. - Glertala frá víkingaöld, fundin á Bragðavöllum, þar
sem rómversku peningarnir fundust, gcf. Jón Björnsson fv. bóndi þar.
- Fatnaður ýmiss konar, einkum barnafatnaður, o.fl., gef. Gerður Páls-
dóttir húsmæðrakennari. - Sifurflaska mjög drifin, eins konar vínflaska,
gef. db. Jóns Gunnars Nikulássonar og Helgu Vilborgar Ólafsdóttur. -
Ljósmyndaplötusafn Jóns V. Hjaltalíns frá Brokey, gjöf hans sjálfs. -
Líkan afhúsinu Skt. Pedersstrædc 22 í Kaupmannahöfn, þar sem Jónas