Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 189
SKÝRSLA UM PJÓÐMINJASAFN 1985
193
í París 13,—15. marz að hluta til í boði franskra yfirvalda um minja-
vernd, en boðið var þangað fulltrúum allra Evrópuráðslanda til að
kynnast því, hvernig Frakkar stæðu að vernd menningarmínja.
Pá sótti þjóðminjavörður fund í Gautaborg 5.-8. nóvember vegna
fyrirhugaðra fornleifarannsókna á vesturnorræna menningarsvæðinu,
sem beinast skyldu að því, hvernig landsvæði byggðust fyrst og fóru
síðan í eyði bráðlega aftur, þar sem saman tvinnaðist samverkan manns
og náttúruafla á landið. Er stefnt að því að reyna að fá fé til slíkra rann-
sókna sameiginlega.
Guðmundur Ólafsson deildarstjóri sótti tvo fundi erlendis á vegum
safnsins, 17. fund norrænna fornleifafræðinga í Ábo 19.-25. ágúst og
10. víkingafund, sem haldinn var á Larkollen í Noregi 28. ágúst-3.
september. Flutti hann erindi á báðum fundunum.
Elsa E. Guðjónsson deildarstjóri dvaldist erlendis í septemberlok á
fundi alþjóðlegra textílfræðinga, CIETA, í Krefeld í Þýzkalandi og fékk
hún nokkurn styrk frá safninu til þcirrar ferðar. Flutti hún erindi á
fundinum.
Ýmislegt frá safnimt.
Getið vcrður um helztu störf innan ýmissa dcilda safnsins undir við-
konrandi köflum, sem samdir cru upp úr skýrslum deildarstjóra, en hér
verður drepið á nokkra almenna þætti.
Unnið er að því að setja upp sameiginlegt myntasafn Þjóðminjasafns
og Seðlabanka Islands í húsakynnum skjalasafns bankans, svo sem skýrt
hefur verið frá áður í skýrslu. Er stefnt að því, að safnið verði opnað
í tilefni 100 ára afmælis Landsbanka íslands og 30 ára afmælis Seðla-
bankans á sumri komanda. — Anton Holt starfsmaður Seðlabankans
veitir safninu forstöðu. — Voru á árinu fluttar þangað hinar forngrísku
og rómversku myntir Þjóðminjasafnsins.
Geta má þess hér, að Halldór Laxness afhenti myntasafninu til eignar
og varðveizlu Nóbelsverðlaunapening sinn og heiðursskjal, sem hann
fékk 1955, svo og aðra heiðurspeninga, og var því komið þar fyrir í
sérstökum sýningarskáp.
Hér skal nefnt, að mikið vatnsflóð gerði á efstu hæð safnhússins, í
húsakynnum Listasafns íslands, í óhemjulegu vatnsveðri, scm gekk yfir
Vesturland helgina 16.-17. nóvember. Komst vatn inn á steypta þak-
plötu og rann hvarvetna niður um sprungur í loftinu. Taka varð niður
nær allar Kjarvalsmyndirnar, sem þá nýlega höfðu verið settar upp til
sýningar, og liðu svo margir dagar, að ekki var unnt að setja sýninguna
upp á ný.
13