Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 190
194
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þá var ástand hússins grandskoðað enn á ný og virtist nauðsynlegt að
fá 6 millj. kr. fjárveitingu á ári í þrjú ár til að gera húsið vatnshelt. Var
farið fram á fjárveitingu, ef ekki þá þegar, þá á fjárlögum ársins 1986,
en fé fékkst þó ekkert.
Hér má glöggt sjá, hver gallagripur safnhúsið er, sem reyndar kemur
í ljós nærfellt á hverju ári þegar slík veður gerir, og er í raun allsendis
óviðunandi að búa við slík skilyrði, enda verður Þjóðminjasafnið ekki
flutt upp á efri hæðina fyrr en búið er að ráða fullkomna bót á þessum
málum.
f upphafi ársins var unnið að skráningu safnauka áranna 1966, 1967
og 1968 og unnu Margrét Gísladóttir deildarstjóri, Halldóra Ásgeirs-
dóttir og Kristín Sigurðardóttir forverðir að því.
Prentuð frœðirit safnmanna, 1985.
Árni Björnsson: Gísli Gestsson 6. maí 1901 — 4. október 1984. Árbók hins
ísl. fornleifafélags 1984.
Sami: Þjóðminningardagar. - Sama rit.
Elsa E. Guðjónsson: íslenskur brúðarbúningur í ensku safni. - Sama rit.
Sama: „Með gullband um sig miðja". — Húsfreyjan, 36. árg.
Sama: Notes on Knitting in Iceland. - Reykjavík, 5. útg., aukin.
Sama: Slitur úr eldgömlu húss-tjaldi. - Breiðfirðingur, 43. árg.
Sama: Með silfurbjarta nál. - Sýningarskrá um sýningu í Bogasal, með
ensku ágripi.
Sama: Nogle bemærkninger om den islandske vægtvæv, vefstaður. - By og
Bygd. Festskrift til Marta Hoffmann.
Sama: Nyttevæv og tekstil kunstfid pá Island, Kvinnenes kulturhistorie.
Oslo.
Sama: Nytjavefnaður og listræn textíliðja á íslandi á miðöldum. - Morgun-
blaðið 14. ágúst, B.
Sama: Kommentarer. Tidlige fremstillinger af Thomas Becketmartyriet. -
Iconographisk post, 2.
Sama: Kápumynd: Trú - von - kœrleikur. — Norræn jól 1985.
Sama: íslenskur útsaumur. - Reykjavík.
Sama: Traditional Icelatidic Embroidery. - Reykjavík.
Sama: Fjórar íslenskar útsaumsgerðir. - Hugur og hönd, 1984.
Guðmundur Ólafsson: Fornleifarannsóknir á Þingvöllum. — Þingvellir,
framtíð og friðun. Ráðstefna 18. maí 1985 (erindi).
Sami: Jólakötturinn. Lesbók Morgunblaðsins 24. des.
Hallgerður Gísladóttir: Hellamyndir Jóhannesar Kjarvals. - Árbók hins
íslenzka fornleifafélags (ás. Árna Hjartarsyni).