Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 191
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN 1985
195
Sama: Eldhúsþankar. íslenzkar kvennarannsóknir 29. ágúst-1. sept.
1985, Háskóla íslands, Odda.
Sama: Kvinner og matstell pa Island i middelalderen. - Kvinnearbeid i
Norden fra Vikingtiden til reformasjonen, Bergen 1985.
Sama: Kóngsins aðall og kæstur hákall. - Lesbók Morgunblaðsins 12. tbl.
Halldór J. Jónsson: Mannamyndir Sigurðar Guðmundssonar málara. Við-
attkar og athugasemdir [við skrá í Árbók 1977], Árbók hins íslenzka
fornleifafélags 1984.
Þór Magnússon: Rannsókn fornrústar við Auðnugil í Hrunamannahreppi. -
Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1984.
Sami: Islándska fornminnen. - Gardar XVI-XVII, Lund.
Myndadeild.
Safnauki myndadeildar var verulegur, eða um 70 færslur á árinu, og
er áður getið hins merkasta af því tagi.
Dagleg afgreiðslustörf í þágu myndnotenda eru orðin svo tímafrek,
að allt of lítill tími er aflögu til annars, svo sem skráningar.
Myndadeildin naut ekki á þessu ári neins styrks úr Þjóðhátíðarsjóði
eins og oft áður og var því næsta lítið hægt að kópíera úr plötusöfn-
unum mun minna en undanfarin ár. Halldóra Ásgeirsdóttir forvörður
kópíeraði þó plötusafn Jóns V. Hjaltalíns, sem getið er í skýrslu um
safnauka, og hóf að kópíera plötusafn Helga Arasonar, sem safninu
barst á árinu 1984.
Margrét Ingólfsdóttir forvörður, nú hjá Morkinskinnu, gerði við
nokkrar myndir eftir Sigurð Guðmundsson og Sæmund Magnússon
Hólm og tókst viðgerðin mjög vel.
Klaus B. Hendriks myndaforvörður frá National Archives of Canada
heimsótti safnið og veitti nokkra ráðgjöf, m.a. varðandi meðferð sól-
mynda.
Fyrr er getið sýningar á ljósmyndum Péturs Brynjólfssonar, sem
deildin sá um og stóð frá 23. febrúar til 7. maí.
Deildarstjóri kynnti myndasöfn safnsins á fundi rannsóknarbóka-
varða, sem haldinn var í safninu 8. október.
Textíldeild.
Á fyrra hluta ársins var unnið að lagfæringum í textílgeymslum í
turni. Voru sett upp tvö stór fatahengi til viðbótar því sem fyrir var og
mörgum safngripum raðað eða endurraðað í öskjur og hillur. Vann
Margrét Gísladóttir einkum að framkvæmd þessara endurbóta.