Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 192
196
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Áður er getið sýningarinnar Með silfurbjarta nál, í Bogasal, sem stóð
yfir allan síðara hluta ársins og unnin var á vegum deildarinnar.
Þá var gert myndband um íslenzka kvenbúninga á vegum Samstarfs-
nefndar um íslcnzka þjóðbúninga, þar sem deildarstjóri textíldcildar er
nú formaður. Eru tvær myndir á bandinu, bæði lýsing á aðalbúninga-
gerðunum fjórum og svo leiðbeiningar til að klæðast þeim.
Húsverndardeild.
Lilja Árnadóttir deildarstjóri var í barnsburðarleyfi til 1. marz á árinu
og vann síðan í hálfu starfi til 1. júní.
Mikill hluti starfstíma hennar fór síðan í undirbúning norræna safn-
mannafundarins, en hún var ritari fundarins og framkvæmdastjóri
ásamt Halldóru Ásgeirsdóttur forverði.
Engar meiriháttar viðgerðir voru framkvæntdar á gömlu byggingun-
um, sem eru á fornleifaskrá, en minni háttar hlcðsluviðgerð var unnin
á hlóðunum í bænum í Glaumbæ. Þá var einnig unnið nokkuð að við-
gerð á Keldum, gert við þök og timburgafla á skemmum, og einnig
hreinsaðar stéttar og snyrt mikið utan húss.
Á Þverá í Laxárdal var talsvert unnið í frambænum, gerð upp fram-
stofan, grindin löguð og hlaðnir upp veggir, einnig unnið nýtt timbur
í þilið, en ekki tókst að koma því á fyrir veturinn sökum ótíðar um
haustið. En hið innra er stofan fullbúin.
Mesta viðgerðin var framkvæmd á Skipalóni, en viðgerð húsanna þar
fór aðeins af stað árið áður, svo sem getið var í skýrslu þá. Hjörleifur
Stefánsson arkitekt hefur umsjón mcð viðgerðinni, en Sverrir Her-
mannsson trésmíðamcistari sér um hana, og tókst að gera við grind
gamla smíðahússins svo og þak og vesturhlið þess. Lögð voru drög að
samningi við Snorra bónda Pétursson um að Þjóðininjasafnið taki við
íbúðarhúsinu og smáspildu umhverfis, auk smíðahússins sem það á,
eftir hans dag þar á Skipalóni, og samþykkti menntamálaráðuneytið þá
samningsgerð.
í Nesstofu var lokið við að ganga frá kjallara, lyfjageymslu, og lagt
þar múrsteinagólf, og sams konar gólf í rannsóknarstofu. Þá voru
smíðaðar innréttingar í lyfsöluna fyrir fé það, sem Rotaryhreyfmgin
gaf, og lagt gólf þar og í innsta herbergið að vestan, raflagnir lagðar og
er þá þcssi hluti hússins langt kominn undir málningu. Enn er þó eftir
að ganga frá gólfum á efri hæð, en þar voru veggir múraðir á ný. —
Læknafélag Reykjavíkur gaf 100 þús. krónur til viðgerðar hússins, sem