Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 197
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN 1985
201
Róbertsdóttir landfræðingur annaðist verkið og náði hún að skrá hluta
hreppsins.
Nokkuð hefur verið unnið að undirbúningi fornleifaskráningar í
Eyjafirði og veittu Eyfirðingar 50 þús. króna til vcrksins. Var þannig
hægt að skrá Arnarneshrepp allan á tveimur vikum.
Aðrar rannsóknir og könnunarferðir á vegum fornleifadeildar voru
einkum þessar: Farið var um Biskupstungur vegna fyrirhugaðrar skrán-
ingar og á Seltjarnarncsi var gerð könnun á jarðvegssniðum á golfvell-
inum í Suðurnesi vegna jarðrasks, en ekkert markvert sást þar.
í landi Hofsstaða í Garðabæ fundust athyglisverðar minjar, beinaleifar
þegar verið var að lagfæra lóð umhverfis nýtt barnaheimili. Guð-
mundur Ólafsson rannsakaði staðinn 8.-9. júlí og fundust tvcir seyðar,
að líkindum frá 10. öld, og var í þeim mikið af brenndum dýrabcinum.
í framhaldi af þessu voru grafnir allmargir prófskurðir með vélgröfu
víðs vegar um Hofsstaðatúnið 21. og 23. nóvembcr og var þannig hægt
að afmarka vcrulega það rústasvæði á Hofsstöðum, sem þarf að vernda.
Garðabær kostaði þessa könnun.
í Miðey í Landeyjum fundust fornar minjar í jörðu á 3 m dýpi.
Guðmundur Ólafsson kannaði staðinn, cn þetta mun vera forn bæjar-
hóll, sem nú er undir Qósvegg.
Á Elliðavatni var bílastæðið við bæinn stækkað í átt til gamla bæjarins
og fylgdist Guðmundur Ólafsson með því verki. Sáust þar leifar af
öskuhaug og ef til vill leifar af jarðhúsi á 1,5 m dýpi.
Hallgerður Gísladóttir og Árni Hjartarson jarðfræðingur hafa undan-
farin ár rannsakað manngerða hella á Suðurlandi. í sambandi við töku
hcimildarkvikmyndar um þá var gerð fornleifarannsókn við Kolsholts-
hellis—helli. Rannsóknin fór fram 21. og 30. september austan við hellis-
munnann undir stjórn Guðmundar Ólafssonar. Kom í ljós, að þar var
hruninn hellir undir. Bendir allt til, að þar hafi verið fjós sem hrunið
hafi á 16. öld.
Við þessa greinargerð um starfscmi fornleifadeildar má bæta, að
þjóðminjavörður fór skoðunarfcrð um Grímsncs 7. okt. og kannaði
hina niðurlögðu kirkjugarða í Klausturhólum og Snæfoksstöðum, en
hinn síðari cr friðlýstur og jörðin í eyði. Var rcynt að fá til leiðar komið
bættri hirðu hans.
Pá fór þjóðminjavörður að Hallbjarnareyri (Öndverðri eyri) á Snæ-
fellsnesi 28. júlí og skoðaði hinar friðlýstu rústir þar, sem eru án efa afar
fornar, cnda gctið byggðar þar í Eyrbyggja sögu. Þar virðist votta fyrir
skálatóft og mikil og forn garðlög og aðrar húsarústir eru á svæðinu, en
einnig yngri rústir. — í leiðinni voru kannaðar fleiri. minjar, svo scm