Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 198
202
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
rústir Grundarfjarðarkaupstaðar hins forna, sem stofnaður var 1786, og
voru þær síðan friðlýstar.
16. júlí fór þjóðnrinjavörður að Dagverðarnesi í Dalasýslu. Þarna eru
allmiklar rústir frammi við sjóinn, þar sem heitir „Höfn“, og lendingar
er getið þar í fornsögum og allt fram á Sturlungaöld. Hafði Þorvaldur
Friðriksson fornleifafræðingur gert þarna nokkra könnunarrannsókn,
sem vakti mikla athygli Qölmiðla, þar sem því var slegið fram að minjar
myndu eldri en byggð norrænna manna hérlendis, en síðar kom í ljós,
að hin áætlaða tímasetning stóðst ekki. Var hún reist á misskilningi. En
þarna eru forvitnilegar rústir, sem vafalaust eru tengdar skipakomum
og verzlun á fyrstu öldum íslandsbyggðar, hinar elztu, og eru áform
uppi um rannsókn þarna.
Landsvirkjun sýndi safninu þann höfðingsskap að veita því 100 þús.
króna styrk til að hefjast handa um úrvinnslu og útgáfu á rannsóknum
dr. Kristjáns Eldjárns á Papey, og var það gert í minningu hans. Tók
Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur að sér að sjá um útgáfuna
og hafði hún lokið talsverðu undirbúningsstarfi um haustið.
Landvernd hélt ráðstefnu um Þingvöll 18. maí þar sem rætt var um
vernd og framtíð staðarins. Sóttu þjóðminjavörður og Guðmundur
Ólafsson ráðstefnuna og flutti Guðmundur þar erindi um fornleifarann-
sóknir fyrri manna á Þingvelli.
Ýmsir staðir voru friðlýstir á árinu: Ríistir á bæjarhól á Vaði í
Skriðdal, S.-Múl., „Fjárskaðasteinn“ svonefndur í landi Eiríksstaða á
Jökuldal. N.-Múl., forn haugur í hólma í Stórhólmavatni, í landi
Skjöldólfsstaða, N.-Múl., tættur utan við Faxamýri í Hrafnkelsdal,
N.-Múl., „Siniðjulwll“ á Eiðum, S.-Múl., fornar bcejarrústir og túngarður
við Selskletta í landi Hleinargarðs, S.-Múl., rúst „Hólmfríðarkapellu“ hjá
Árkvörn í Fljótshlíð og rústir liins forna Grundarfjarðarkaupstaðar og rúst
undan „franska húsinu“ fyrir botni Grundarfjarðar.
Sjóminjasafn og tæknisafn.
Nú er að mestu lokið viðgerð á Bryde-pakkhúsinu í Hafnarfirði og
endursmíð hússins vestan við það, þar sem síðast var slökkvistöð en
áður kolaskúr. Stendur þá til að fara að setja upp safngripi þar, eftir því
sem aðstæður leyfa.
Sjóminjasafnsnefnd var skipuð eins og árið áður, nema hvað Jónas
Guðmundsson rithöfundur lézt á árinu og var skipaður í hans stað
Margeir Jónsson útgerðarmaður í Keflavík.