Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 199
SKÝRSLA UM Þ)ÓÐMIN)ASAFN 1985
203
Frá ríkissjóði fengust 1500 þús. kr. til viðgerðar hússins og Byggða-
sjóður lagði fram 800 þús., en HafnarQarðarhöfn 200 þús. og að auki
fengust 60 þús. krónur úr Pjóðhátíðarsjóði til söfnunar og viðgerðar
sjóminja.
Á árinu voru fengnar til safnsins nokkrar gamlar bátavélar enn, og
Pétur G. Jónsson lauk viðgerð á Bolinder-glóðarhausvél frá um 1940,
og er hún nú komin í prýðisfallegt stand. Þá má nefna, að frá Bíldudal
fengust ýmsir merkilegir gripir, bæði af vélatagi, skipsskrúfur og kú-
fiskplógar og annað, og gamall trillubátur var sóttur til Hvammstanga.
Var hann smíðaður þar 1927, en var alla tíð á Heggstöðum á Hegg-
staðanesi.
Reynt mun verða að hraða undirbúningi byggingar bátaskemmu á
Skerseyri, enda er nánast í engan viðunandi stað að venda með geymslu
á hinum gömlu bátum safnsins, né heldur öðrum hlutum af þessu tagi,
þótt margt hafi verið sett inn í húsin frá Vopnafirði, bæði af sjóminjum
og tækniminjum, og eru þau nánast orðin troðfull.
Pétur G. Jónsson hefur einnig unnið að öflun margs konar minja til
tæknisafns, og fór í því skyni söfnunarferð um Norðurland og sótti
meðal annars gamla gufuvél að Hjalteyri og fleira norður þar, og elztu
frystivélarnar úr íshúsi Hafnarfjarðar.
Hér há geymsluvandræði og húsnæðisvandræði stórlega, og voru á
árinu ýmsir hlutir fluttir frá Bessastöðum, úr útihúsi því sem safnið
hefur haft til geymslu en er nánast að verða ónothæft, og að Korpúlfs-
stöðum, þar sem fékkst sæmilegt gcymsluhúsnæði.
Húsafriðunarnefnd.
Starfsemi Húsafriðunarnefndar og Húsverndardcildar Þjóðminja-
safnsins eru mjög samtvinnaðar, enda er deildarstjóri Húsverndardeildar
jafnframt ritari og framkvæmdastjóri Húsafriðunarnefndar.
Nefndin er óbreytt frá árinu áður. Hún hélt 10 fundi á árinu þar sem
fjallað var um friðlýsingar bygginga og viðgerðir, svo og úthlutanir úr
Húsafriðunarsjóði. — Mikill tími fer í að ákveða um viðgerðir, en sem
fyrr hefur nefndin oft frumkvæði um viðgerðir og björgun ýmissa
gamalla bygginga og veitir síðan styrki til viðgerðar úr Húsafriðunar-
sjóði, svo sem unnt er, og einnig kostar sjóðurinn uppmælingavinnu og
eftirlit með viðgerðum.
í Húsafriðunarsjóði voru 2,878 millj. kr. til ráðstöfunar, og voru 2,03
millj. kr. veittar í viðgerðarstyrki, sem skiptust þannig á eftirtalin verk-
efni: