Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 202
206
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ákveðið að gera við bæinn og nota sem sumarbústað. Hefur Húsafrið-
unarnefnd samþykkt að stuðla að því.
Lilja Árnadóttir og Hjörleifur Stefánsson dvöldust á Akureyri 7.-8.
okt. og áttu viðræður við eigendur húsanna Aðalstræti 50 og 52, en
þessi hús eru inni í Fjörunni, þeim hluta Akureyrar, sem mest kapp er
lagt á að varðveita. Tókst að fá eigendur til að fallast á framtíðarvarð-
veislu þcirra.
Þá áttu Hörður Ágústsson, Lilja Árnadóttir og þjóðminjavörður við-
ræður við sóknarnefnd Brautarholtskirkju á Kjalarnesi 23. okt. um við-
gerð kirkjunnar. Þessi kirkja er sniíðuð 1857, lítil tinrburkirkja, sem er
í góðri hirðu en samt farin að bila. Áhugi er á að varðveita hana sem
minjagrip. Má geta þess, að líklegast er Brautarholtskirkja ein uppi-
standandi þeirra kirkna, sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson þjónaði.
Gamla húsið í Ólafsvík, fyrsta hús sem friðlýst var að beiðni Húsa-
friðunarnefndar, hefur litla viðgerð hlotið enn sem komið er, en þjóð-
minjavörður átti viðræður við sveitarstjóra staðarins um húsið þetta
sumar, en þá var það komið í hraklegt stand, allar rúður brotnar og
fleiri spellvirki unnin. Er nú í ráði að taka þessu húsi tak og vanda við-
gerð þess. - Tók Hörður Ágústsson að sér að hafa umsjá með viðgerð
þess.
Þjóðhátíðarsjóður.
Framlög úr Þjóðhátíðarsjóði, en Þjóðminjasafnið fær fjórðung
úthlutunarfjár hans skv. reglugerð, rýrnuðu mjög á árinu frá því sem
verið hafði, vegna þess að tekjur sjóðsins hafa minnkað og einnig hafði
verið gengið á höfuðstól. - Námu framlögin til safnsins nú aðeins 650
þús. krónum og var ákveðið að láta þennan styrk ganga óskiptan til
fornleifarannsóknanna á Stóruborg.
Byggðasöfn.
Á fjárlögum ársins 1985 voru veittar 5.507 millj. kr. til byggða- og
minjasafna, sem eru bæði byggingar- og rekstrarstyrkir (launagreiðslur
að hálfu til gæzlu- eða forstöðumanna), svo og styrkir til viðgerðar ein-
stakra húsa á landsbyggðinni. Er þetta fé núorðið á reikningi mennta-
málaráðuneytisins, en þjóðminjavörður hefur þó hönd í bagga með út-
hlutun þess. - Viðgerðarstyrkir skiptast þannig:
kr.
250.000
500.000
100.000
Byggðasafn Akraness og nærsveita, Görðum
Kútter Sigurfari
Byggðasafn Borgarfjarðar