Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Qupperneq 216
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1985
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn hinn 4. des. 1985 í Fornaldarsal
Þjóðminjasafnsins og hófst kl. 20.40. Fundinn sátu um 45 manns.
Formaður félagsins Hörður Ágústsson listmálari, setti fundinn og minntist fyrst þeirra
félagsmanna, scm látizt hafa, síðan aðalfundur var síðast haldinn. Þcir eru:
Árni Þórðarson, fv. skólastjóri, Rvk.
Gísli Sigurðsson, fv. varðstjóri, Rvk.
Ingimundur Ásgeirsson, Hæli, Flókadal, Borg.
Jóhann Skaptason, fv. bæjarfógeti, Húsavík.
Jón S. Ólafsson, deildarstj., Rvk.
Marteinn M., Skaftfclls, kennari, Rvk.
Páll Jónsson, bókavörður, Rvk.
Sigurgeir Lárusson, Kirkjubæ, Síðu.
Sigurður Kristinsson, Garðabæ.
Þórarinn Þórarinsson, fv. skólastj., Rvk.
Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu.
Formaður skýrði frá útgáfu Árbókar og lagði fram til dreifingar áskriftarseðla, sem
prcntaðir hafa verið.
Þá sagði hann frá fundi, er hann hefði átt með menntamálaráðherra, kirkjumálaráð-
hcrra, biskupi o.fl. um útgáfu rits um Skálholtsrannsóknir. Svcrrir Kristinsson, forstjóri
Lögbcrgs, hefði tekið að sér að gefa ritið út. Núverandi menntamálaráðherra hefði heitið
fjárstuðningi, og von væri til, að ritið gæti komið út fyrir afmæli Kristjáns Eldjárns á
næsta ári.
Gjaldkeri las þcssu næst reikninga félagsins 1984.
Þá var gengið til stjórnarkosningar til tveggja ára. Endurkosnir voru Hörður Ágústs-
son, formaður, Þórhallur Vilmundarson skrifari og Inga Lára Baldvinsdóttir gjaldkeri,
Þór Magnússon varaformaður, Mjöll Snæsdóttir varaskrifari og Elsa Guðjónsson vara-
gjaldkeri. í fulltrúaráð skyldi kjósa helming fulltrúa, þrjá að tölu, og voru þau Lilja Árna-
dóttir, Sturla Friðriksson og Þórður Tómasson endurkosin.
Síðan flutti Þór Magnússon þjóðminjavörður erindi um silfursmíðar íslendinga og
sýndi margar myndir til skýringar. Fundarmenn þökkuðu fyrirlesara fróðlegt erindi með
lófataki.
Fleira gerðist ckki. Fundi slitið kl. 22.15.
Hördur Ágústsson Þórhallur Vilmundarson