Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 3
ÞJÓÐMINJALÖG
7
II. KAFLI
Þjóðminjasafn íslands og byggðasöfn.
5. gr.
Þjóðminjasafn íslands er eign íslenska ríkisins. Það er miðstöð
þjóðminjavörslu í landinu. Þjóðminjaráð er stjórnarnefnd Þjóðminja-
safns íslands, sbr. 2. gr. Það markar safninu stefnu og hefur yfirumsjón
með gerð fjárhagsáætlana og framkvæmd þeirra.
Við Þjóðminjasafn íslands skal starfa safnstjóri sem annast stjórn
safnsins í umboði þjóðminjavarðar. Menntamálaráðherra skipar safn-
stjóra Þjóðminjasafns til fimm ára í senn samkvæmt tillögu þjóðminja-
ráðs. Að öðru jöfnu skal ráðinn maður með sérfræðilega menntun í
menningarsögu og góða þekkingu á rekstri safna.
Safninu skal skipt í deildir. Menntamálaráðherra skipar deildarstjóra
og sérfræðinga að fengnum tillögum þjóðminjaráðs, sbr. þó 5. mgr. 3.
gr., og skulu þeir að öðru jöfnu hafa sérfræðimenntun á sviði þeirrar
deildar sem þeir starfa við. Deildir safnsins eru: forvörsludeild,
húsverndardeild, myndadeild, sjóminjadeild, sýninga- og fræðsludeild,
textíl- og búningadeild, tækniminjadeild og þjóðháttadeild. Auk þess
fornleifadeild, er lýtur stjórn fornleifanefndar, sbr. 3. gr. Deildarstjóri
fornleifadeildar og fornleifaverðir skulu vera fornleifafræðingar að
mennt, en um menntun þeirra skal nánar tilgreina í reglugerð. Frekari
deildaskipting safnsins fer eftir ákvörðun þjóðminjaráðs hverju sinni.
Deildir safnsins geta haft stöðu sérstakra safna svo sem Sjóminjasafn
íslands og Tækniminjasafn íslands. Skulu þau þá lúta ákvæðum þessara
laga um byggðasöfn.
6. gr.
Til byggðasafna tcljast samkvæmt lögum þessum önnur söfn sem sett
hafa verið á stofn í þeim tilgangi sem segir í 7. gr. og hlotið hafa viður-
kenningu þjóðminjaráðs.
Þau söfn, sem uppfylla skilyrði þjóðminjaráðs, geta sótt um styrk úr
ríkissjóði til starfsemi sinnar.
Byggðasöfn geta verið sjálfseignarstofnanir eða í eigu sveitarfélaga,
stofnana eða félagasamtaka. Setja skal hverju byggðasafni stofnskrá og
starfsreglur þar sem m.a. skal kveðið á um stjórn safnsins, eignaraðild
að því, þátttöku ríkisins í kostnaði við það og ráðningu forstöðumanns.
Reglugerð um byggðasafn skal staðfest af menntamálaráðherra að til-
lögu þjóðminjaráðs.