Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 142
146
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ekki endast heldur torfhús, eins og þessi sem norrænir menn
byggðu, lengi við aðstæður eins og á norðanverðu Nýfundnalandi. Á
íslandi sunnanverðu verður að endurbyggja torfhús frá grunni eftir um
það bil tuttugu ár (Nilsson 1943: 293). Á L’Anse aux Meadows endast
jafnvel nýmóðins máluð timburhús ekki öllu lengur, og eftirlíking
norrænu húsanna sem Park Canada hefur látið byggja úr torfi í fullri
stærð þarfnast lagfæringa þegar eftir tveggja ára notkun. Ef búseta
norrænna manna hefði varað lengur en aldarfjórðung, þá ættu að sjást
merki eftir að húsin hafi verið byggð þar að minnsta kosti oftar en einu
sinni. En þar sem þess sjást engin merki hlýtur búsetan að hafa varað
skemur en tuttugu og fimm ár.
Umfang og eðli búsetunnar
Ýmsum aðferðum hefur verið beitt við forna mannabústaði til að
ákvarða íbúafjölda, svo sem að mæla gólfflöt eða flatarmál alls svæðis-
ins (Naroll 1962; Wiessner 1974), en engin þessara aðferða hefur dugað.
í búðunum á L’Anse aux Meadows mundi öruggasta aðferðin vera að
mæla það svefnpláss sem völ var á, vegna þess að hægt hefur verið að
gera sér góða hugmynd um hvernig vestur-norrænir menn bjuggu um
sig til svefns. Ef þetta er haft til viðmiðunar má ætla að rúm hafi verið
fyrir í mesta lagi þrjátíu manns í hvoru húsanna A og F, tuttugu í húsi
D, og fjóra eða sex til viðbótar í húsi B. Samanlagt hefðu íbúarnir því
í mesta lagi getað verið um það bil áttatíu og fimm.
Var búsetan samfelld eða árstíðabundin? Samfelldri búsetu hefði
óhjákvæmilega fylgt grafreitur. Á þessum tíma voru norrænir menn
rómversk katólskir og urðu skilyrðislaust að grafa þá sem dóu í vígðum
rcit. Mikið svæði umhverfis búðirnar á L’Anse aux Meadows hefur
verið athugað og leitað hvort þar væri grafreitur, en ekkert í þá átt
hefur fundist. Þetta bendir einnig til að búðirnar hafi ekki getað vcrið
lcngi í byggð og þaðan af síður að þar hafi verið föst búseta. Miklu er
líklegra að lík allra þeirra sem þar hafa e.t.v. dáið hafi verið flutt til
Grænlands eða íslands og lögð þar til hinstu hvíldar, á sama hátt og
líkum frá afskekktum bæjum á Grænlandi var safnað saman og þau fiutt
til næstu kirkju.
Þess væri að vænta, að hús sem væru ætluð til árstíðabundinnar
dvalar væru annaðhvort bráðabirgðahús eða skýli, en mannvirkin á
L’Anse aux Meadows eru meiri byggingar cn svo, og svo traustlega
byggð að auðséð er að þeim hefur verið ætlað að standast vetrarveðr-
áttu. Þau eru satt að segja nákvæmlega eins og venjulegir norrænir