Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Side 142

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Side 142
146 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Ekki endast heldur torfhús, eins og þessi sem norrænir menn byggðu, lengi við aðstæður eins og á norðanverðu Nýfundnalandi. Á íslandi sunnanverðu verður að endurbyggja torfhús frá grunni eftir um það bil tuttugu ár (Nilsson 1943: 293). Á L’Anse aux Meadows endast jafnvel nýmóðins máluð timburhús ekki öllu lengur, og eftirlíking norrænu húsanna sem Park Canada hefur látið byggja úr torfi í fullri stærð þarfnast lagfæringa þegar eftir tveggja ára notkun. Ef búseta norrænna manna hefði varað lengur en aldarfjórðung, þá ættu að sjást merki eftir að húsin hafi verið byggð þar að minnsta kosti oftar en einu sinni. En þar sem þess sjást engin merki hlýtur búsetan að hafa varað skemur en tuttugu og fimm ár. Umfang og eðli búsetunnar Ýmsum aðferðum hefur verið beitt við forna mannabústaði til að ákvarða íbúafjölda, svo sem að mæla gólfflöt eða flatarmál alls svæðis- ins (Naroll 1962; Wiessner 1974), en engin þessara aðferða hefur dugað. í búðunum á L’Anse aux Meadows mundi öruggasta aðferðin vera að mæla það svefnpláss sem völ var á, vegna þess að hægt hefur verið að gera sér góða hugmynd um hvernig vestur-norrænir menn bjuggu um sig til svefns. Ef þetta er haft til viðmiðunar má ætla að rúm hafi verið fyrir í mesta lagi þrjátíu manns í hvoru húsanna A og F, tuttugu í húsi D, og fjóra eða sex til viðbótar í húsi B. Samanlagt hefðu íbúarnir því í mesta lagi getað verið um það bil áttatíu og fimm. Var búsetan samfelld eða árstíðabundin? Samfelldri búsetu hefði óhjákvæmilega fylgt grafreitur. Á þessum tíma voru norrænir menn rómversk katólskir og urðu skilyrðislaust að grafa þá sem dóu í vígðum rcit. Mikið svæði umhverfis búðirnar á L’Anse aux Meadows hefur verið athugað og leitað hvort þar væri grafreitur, en ekkert í þá átt hefur fundist. Þetta bendir einnig til að búðirnar hafi ekki getað vcrið lcngi í byggð og þaðan af síður að þar hafi verið föst búseta. Miklu er líklegra að lík allra þeirra sem þar hafa e.t.v. dáið hafi verið flutt til Grænlands eða íslands og lögð þar til hinstu hvíldar, á sama hátt og líkum frá afskekktum bæjum á Grænlandi var safnað saman og þau fiutt til næstu kirkju. Þess væri að vænta, að hús sem væru ætluð til árstíðabundinnar dvalar væru annaðhvort bráðabirgðahús eða skýli, en mannvirkin á L’Anse aux Meadows eru meiri byggingar cn svo, og svo traustlega byggð að auðséð er að þeim hefur verið ætlað að standast vetrarveðr- áttu. Þau eru satt að segja nákvæmlega eins og venjulegir norrænir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.