Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 97
COLLEEN E. BATEY
BJALLA FRÁ SÖGUÖLD,
FUNDIN Á SKOTLANDI
Síðan 1979 hafa farið fram fornleifarannsóknir í Freswick Links á
austurströnd Caithness á Skotlandi (1. mynd). Niðurstöður rannsókn-
anna, sem fara fram á vegum háskólans í Durham í Englandi, munu
birtast síðar í öðru riti.1 Pað þykir samt við hæfi, að birta þessa stuttu
grein í Árbók hins íslenzka fornleifafélags, um einn gripanna frá Fres-
wick Links, þ.e. litla bjöllu frá söguöld, vegna þess að bjallan á sér hlið-
stæður annars staðar, þar á meðal á íslandi.
Bjallan er steypt úr koparblöndu, hefur sexstrenda klukku, sem er
lítið eitt beygð. Ofan á bjöllunni er þunn hengilykkja. Á milli lykkj-
unnar og klukkunnar er kragi. Klukkan er skreytt með depilhringa-
munstri, þremur hringum á hverri hlið bjöllunnar. Bjallan endar
neðst við slaghringinn í bylgjum. Kólfinn vantar í bjölluna, en hann
hefur upprunalega verið festur með kólflykkju úr járni, sem sést af
því að lítið brot situr eftir í kverkinni á bjöllunni. Bjallan er 3,4 cm
að hæð og þvermál- hennar við slaghringinn er minnst 1,5 cm og
mest 2,9 cm.2 (2. mynd).
Bjallan fannst í rofi við rætur sandklifs, sem við rannsóknina hefur
hlotið heitið „Zone L“ (3. mynd).3 Öllum stöðum þar sem rof höfðu
myndast í Freswick Links voru.gefin bókstafsheiti við upphaf fornleifa-
rannsóknarinnar árið 1979, til að auðvelda skrásetningu á fornminjum,
sem höfðu fallið úr samhengi við upprunaleg jarðlög. Lítið er hægt að
segja um úr hvaða lagi bjallan er upphaflega komin, vegna uppblásturs
1. Morris, C.D., Batey, C.E., Rackham, D.J.: Excavation and Survey of the Cliff Side
Trenches and Eroding Deposits at Freswick Links, Caithness. Glasgow Archaeol.
Joumal, í prentun.
2. Bjallan er skráð sem: FL82 UN, RF no 2053.
3. Bryan Alvey fann bjölluna árið 1982. Bjallan er lausafundur.