Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Síða 108
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kettinum dofnað verulega. Enn virðist hann þó eiga nokkuð sterk ítök
í hugum manna, enda þótt hann sé orðinn meinlausari en áður og éti
ekki lengur börn. f dag eru börnum sagðar sögur af jólakettinum fyrir
jólin, og í skólum eru þau látin klippa litla jólaketti út í pappa.
En hver er hann þessi gamli barnaskelfir og hvernig er hann til
íslands kominn? Prátt fyrir það að jólakötturinn sé alþekkt fyrirbæri og
nánast jafn sjálfsagður í jólaumræðunni og jólasveinarnir, virðist upp-
runi hans vera flestum gleymdur. Mér er ekki kunnugt um að nokkuð
hafi verið reynt að grafast fyrir uppruna hans, fyrr en Árni Björnsson
þjóðháttafræðingur gerði tilraun til þess í ágætri bók sem út kom árið
1983, og heitir „í jólaskapi", en þar gerir hann einmitt grein fyrir hinum
ýmsu siðum sem tengjast jólahaldi.
Því miður finnst mér umfjöllun Árna á sumum jólasiðanna ekki rista
nægilcga djúpt. Hann hefur reynt að skýra margflókin þjóðsöguleg
fyrirbæri með aðferð skynsemistrúarmannsins, sem verður til þess að
hann lendir sums staðar á villigötum og dregur til dæmis alrangar álykt-
anir um tilurð jólakattarins. í bókinni gerir hann fremur lítið úr hlut
kattarins og hefur á öðrum vettvangi jafnvel gengið svo langt að þykj-
ast hafa gengið af jólakettinum dauðum.
Þarna er ég Árna algerlega ósammála, enda tel ég að jólakötturinn
eigi kyn sitt að rekja til kauða nokkurs sem ekki verður svo auðveldlega
kveðinn niður, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mætustu manna gegnum
aldirnar.
Áður en ég geri nánari grein fyrir hugmyndum mínum um uppruna
jólakattarins, er rétt að athuga hvað Árni hefur um hann að segja í bók
sinni. Þar hljóðar frásögnin á þessa leið:
Pau munnmæli komust inn í þjóðsögur fyrir rúmum hundrað árurn, að þeir sem cnga
nýja flík fengju á jólunum, færu í jólaköttinn eða „klæddu jólaköttinn".
Þessi munnmæli virðast ekki reist á neinum íslenskum arfsögnum, heldur hafa bor-
ist hingað frá Norcgi einhvern tímann á síðustu tvö hundruð árum. Þar er það
rcyndar jólageitin, sem menn þurfa að óttast á h'kan hátt, ef þeir fá enga flíkina, cða
þá að þeir verða að þola annars konar háðung, sem líka er tilgreind í íslensku munn-
mælunum, til dæmis að bera hrútshorn fullt af hlandi og skvctta úr því í rúmið scm
þeir voru fæddir í.
En þar sem geitur voru óvíða til á íslandi á síðustu öld og alveg óþekktar sem neins
konar óvættir, þurfti að finna nafn á einhverri annarri skepnu, sem hljómaði ekki ólíkt
jólageit. Og einhver hefur fundið upp jólaköttinn, enda eru t.d. urðarkettir alkunnir
í íslenskri þjóðtrú sem viðsjálsgripir. Og eftir að þessi jólaköttur var einu sinni kom-
inn á prent, hcfur mikið verið hugsað, talað, ort og skrifað um hann.1
I. ( jólaskapi, bls. 64.