Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 140
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSIN S
Sextán tréteinar á stærð við stóran blýant hafa getað verið til ýmissa
nota. Slíkir teinar eru algengir í fornminjafundum á Norðurlöndum frá
síðari hluta víkingaaldar og fyrri hluta miðalda.
Aldur minjanna
Lagið á stærstu íveruhúsunum bendir til að þau hafi verið byggð á
síðustu árum tíundu aldar eða á fyrri helmingi hinnar elleftu, einna helst
á fyrsta fjórðungi elleftu aldar, eða um það bil, áður en hinn staðlaði
íslenski byggingarstíll, sem hcfur verið kallaður Þjórsárdalsstíllinn,
hafði þróast að fullu. Annað atriði til viðmiðunar um aldur eru niður-
gröfnu húsin. Á fslandi og á meginlandi Skandínavíu urðu þessháttar
niðurgrafm hús æ sjaldgæfari eftir því sem leið á elleftu öldina (sjá Roes-
dalil 1980: 66). Og þótt einungis fáir þeirra muna sem hafa fundist á
L’Anse aux Meadows verði tímasettir nákvæmlega, þá koma þcir allir
heim og saman við það sem tíðkaðist á fyrri hluta elleftu aldar.
Hvorki meira né minna en 133 geislakolsaldursgreiningar liafa verið
gerðar fyrir minjasafnið á L’Anse aux Meadows. Þar af voru 55 frá bú-
setu norrænna manna. Tímasetning hinna síðarnefndu eftir kolefnis-
greiningu var á milli 700 og 1000 eftir Krists burð (endurmetnar niður-
stöður eftir árhringum). Þetta er ekki svo að skilja að búðirnar séu frá
árunum 700 til 1000. Allt of oft er tímasetningu muna með geislakols-
greiningu ruglað saman við aldur sjálfra fornminjanna. Mjög oft fer
þetta ekki saman, það er að segja að aldur efnisins er ekki sama sem
aldur hlutarins eða t.d. húsa þar sem efnið hefur fundist. Allt veltur á
því hvaða efni er verið að tímasetja. Ef efnið er t.d. mór, þá eru í
mónum mörg samanþjöppuð lög af jurtum sem hafa fallið og hætt um
leið að taka til sín geislakol (C14). Raunverulegur aldur mó'ags getur
þannig verið allt að þrjú hundruð árum yngri en aldursgreining efnis úr
því gefur til kynna, allt eftir því hve mikið efni er tekið til greiningar
og hvað felst í sýnishorninu. Einnig getur tímasetning viðar og viðar-
kola verið villandi af því að mergurinn í trjám hættir að taka til sín car-
bon 14 (geislakol) löngu á undan vaxtarlaginu. í greni getur vaxtarlagið
myndað árhringi í allt að 600 ár (Jacoby og Ulan 1981: App. 1-11). Þetta
þýðir það, ef sýnishorn úr merg trésins er aldursgreint, þá getur það
mælst allt að 500—600 árum eldra en lokadagar trésins; þar af leiðir að
geislakolsgrcining getur vísað til tímasetningar jafnmörgum öldum
eldri cn atburður sá sem ætlunin var að tímasetja. Harðviður eins og
birki og ösp verða hins vegar sjaldnast eldri en 300 og 100 ára, birkið
300 og öspin 100 ára, en þar af leiðir að tímasetning með geislakols-