Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 123
TÓLFAHRINGUR OG LEIÐÓLFSFELL
127
fræðingar, enn sem komið er enga skýringu gefið. Því verður að meta
líklegan aldur þessa öskulags eftir öðrum leiðum.
í rofskurði vestan undir Hólahafti er bilið milli Öræfajökulsöskunnar
og yfirborðs stóra vikurlagsins 245 mm. Sé nú reiknað með að jarð-
vegur á þessu svæði þykkni um sem næst 1 mm ár hvert, en margföld
reynsla úr þcssum svcitum bendir til þess að það fari nærri lagi, þá hafa
liðið milli þessara atburða 245 ár, en þar með er komið til ársins 1117
og er þá orðið skammt í það, sem sögnin um eyðingu Tólfahrings
greinir. Svo aftur sé vikið að götutroðningunum, þá gerðum við
sumarið 1987 enn leit að þeim austan Skaftár, en án árangurs. Þykkur
jarðvegur er þar líka, en engar götur að finna. Niðurstaðan verður því
þessi: Göturnar voru til þegar þykka vikur- og öskulagið varð til. Þœr lágu til
byggðar, sem í dalnum var. Sú byggð eyddist af öskufalli frá eldgosi, sem varð
við Leiðólfsfell. Það gos varð snemma á 12. öld, og sennilega „1112 eða þar
ttm bil.“ Svo þykkt er þetta öskulag enn, nær 900 árum síðar, að byggð,
sem var í aðeins um 2,5 km fjarlægð, hlaut að eyðast. Þess má svo geta
að gos þetta virðist hafa verið nokkuð óvenjulegt bæði hvað útlit
hraunsins varðar og svo ösku- og vikurmagn, sem er óvenju mikið
fyrir sprungugos.
Leiðólfsfell
í grein þeirri er Brynjúlfur Jónsson reit í Árbók fornleifafélagsins
1909 (bls. 13-14), getur hann um fornan túngarð á sléttu milli gilja
neðan við rústirnar undir Leiðólfsfelli. Afstöðuteikning Brynjúlfs af
svæðinu er hárrétt. í þetta garðlag grófum við 1985, en gátum ekki
fengið neina örugga niðurstöðu um aldur þess fyrir utan það að gráa
öskulagið liggur í boga yfir það og þar nteð er ljóst að garðurinn hefur
verið orðinn rúst ein þegar askan féll. Um aldur öskunnar er áður
fjallað. Sumarið 1986 og 1987 gafst okkur þremenningunum tækifæri til
að komast á þessar slóðir, en haustið 1984 var ég þar einn á ferð.
Vildum við nú huga nánar að rústunum, sent Brynjúlfur getur um, og
reyna að grafast fyrir um aldur þeirra. Við beindunr athygli okkar að
stærstu rústinni bak við hólinn, þeirri er Brynjúlfur taldi vera íjós og
heystæði. Þessa rúst mældu þcir félagar mínir og Júlíus gerði tcikningu
af henni. Líka grófu þeir snið gegnum suðurvegg tóttarinnar. Teikning
Júlíusar sýnir útlit þess. Eins og áður segir, var markmið okkar aðeins
það að finna líklegan aldur rústanna, en við látum öðrum eftir að finna
út hverskonar byggingar þetta hafa verið, enda tilheyrir það sérfróðum
mönnum. Við gröftinn kom vegglagið einkar vel í ljós. Mátti sjá að