Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 135
NORRÆNAR FORNMINJAR Á L’ANSE AUX MEADOWS
139
hlutirnir og viðarúrgangur cr mjög áþekkt því sem hcfur komið í ljós
á stað þar sem gert var að skipum og nýlega hefur fundist við Magle-
brænde á norðanverðu Falster í Danmörku, þar scm úrgangur frá tré-
smíði og brotnir og aflóga smíðisgripir voru meginhluti þcss sem fannst
(Skamby Madsen 1984).
Hús E var niðurgrafið og hafði verið grafið inn í brekkuna. Veggirnir
voru rétt aðeins meira cn í jarðhæð og voru gerðir úr sandi og möl sem
var mokað upp úr tóttinni, þaktir mcð torfi og studdir að innan með
stoðum. í einu horninu var eldstæði, gert líkt og kistulaga ofn. Engir
munir fundust inni í húsinu, en í mýrinni fyrir utan voru að því er virt-
ist netanálar úr tré, spottar af reipi úr samantvinnuðum grenirótum,
hulstur saumað úr birkibcrki og talsvert af birkinæfrum. Slíkar pjötlur
af birkinæfrum hafa oft fundist í leifum frá víkingaöld og síðari tímum,
undnar utan um steina sem voru notaðir fyrir sökkur á net. Dreif af
smásteinum sem fundust í norð-vesturhorni þessa húss geta vcl verið
sökkur til að setja í þessa næfrasmokka. Líklegast virðist að í þessu húsi
hafi verið gert að veiðarfærum.
F-G-samstœðan
í F-G-samstæðunni er stórt íveruhús, F, og lítil verkstofa, G. Hús F
er stærsta byggingin á svæðinu með þremur vistarverum í röð, tveimur
útbyggingum vestanmegin og verkstofu austanmegin. Og sama sagan
er um þetta hús og önnur á svæðinu, að langveggirnir eru sveigðir út
á við um miðju, en gaflveggir beinir. Tvennar dyr eru á austur-
veggnum rétt við húshornin. Vistarverur í aðalbyggingunni, I, II og III,
eru bæði svefnhús og dagstofur. í stærri útbyggingunni að vestan, V, er
seyðir, en engin mannvirki önnur; það hefur hlotið að vera notað aðal-
lega sem birgðageymsla. Minna húsið sem er sambyggt hinu, IV, hefur
verið eldhús sömu gerðar og þau sem voru notuð á vestur-norrænu
svæði til að ganga frá miklu magni af kjöti í sláturtíðinni, til allskonar
frágangs matvæla til geymslu og til bruggunar og þvotta. Það sem mest
bar á þar inni var ofn hlaðinn eins og kista úr steinum og mikil hrúga
af smásteinum ofan á honum.
Við hús F var annað hús, VI, byggt við það að austan, sem ekki var
hús í sama skilningi og hinar byggingarnar, heldur einskonar skúr, og
óhreyfð grundin höfð fyrir gólf. Þessi viðbygging var opin í þann end-
ann sem vissi að mýrinni. Af öllu því sem fannst í þessari húsasamstæðu
fundust 60% inni í þessu skýli eða rétt fyrir utan það. Af þessum
munum voru 59% brot úr skipasaum, en 41% gjall. Mikið af skipa-