Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 3. Cöturnar, séð norður. Skaftáreldahraun handan Ófœru. í fjarska Gjátindur, Grettir og
toppur Uxatinds.
Hin jorna slóð
Götur þær, sem Sigurður Vigfússon getur um, eru enn mjög greini-
legar. Þær liggja út frá Fjallabaksvegi nyrðra og enda frammi á snar-
bröttum, 6-8 m háum bakka Syðri-Ófæru. Þær stefna sem næst beint
í norður, eða á Gretti, þ.e. miðja vegu milli Gjátinds og Uxatinda.
Okkur tókst að telja þar mest 39 götur. Ekki fer neitt milli mála að
þessar götur eru eldri en gosið 1783, því þær liggja fram á það, sem nú
eru algerar ógöngur og engin slóð er í hrauninu hinum megin árinnar
né heldur merki þess að þar hafi vað á ánni verið. Spurningin verður
því sú hvað miklu eldri eru þær og hvenær voru þær síðast notaðar?
Ekki er vitað hvar Syðri-Ófæra rann fyrir eld, en með ólíkindum er að
það hafi verið eitthvað líkt því sem nú er. Eftir eld hefur hún runnið
meðfram rönd hraunsins, milli þess og Tólfahrings (sbr. kortið). Áður
er vikið að því, sem Sigurður Vigfússon hafði eftir „skilorðum manni“
um götur einnig austan Skaftár og sem þá væntanlega væru í framhaldi
af þessari slóð. Ef svo væri, ættu þær að sjást þar líka, því jarðvegur er
svipaður báðum megin í dalnum. Varðandi þcssar götur er augljóslega
um tvennt að velja: Annaðhvort hafa þær legið til byggðar í dalnum,
þ.e. til Tólfahrings, eða verið hluti af fornri ferðamannaleið austur um