Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 165
HARALDUR MATTHÍASSON
Á FLATEYJARDAL
Finnboga saga er meðal hinna yngri Islendingasagna, talin rituð síðla
á 13. eða snemma á 14. öld. Þar segir frá kappanum Finnboga Ásbjarn-
arsyni af Flateyjardal. Eru lýsingar á afrekum hans mjög ýkjum
blandnar, cinkum þó hóflausar í frásögn af utanför hans. En sagnir hafa
gengið um Finnboga og hreystiverk hans. Hann er nefndur í Land-
námabók og Ljósvetninga sögu, kemur talsvert við sögu í Vatnsdælu,
er á báðum stöðum nefndur „hinn rammi“. Heil vísa er um hann í
íslendingadrápu Hauks Valdísarsonar, sem er talin frá því um 1200, en
margur garpur má þar láta sér nægja hálfa. Er 14. vísa kveðin um hann,
og hefur liann þar sama viðurnefni, „hinn rammi". Næstur á undan
honum er talinn Þórálfur Skólmsson, en næstur á eftir er Ormur Stór-
ólfsson, en þeir tvcir voru taldir allra sterkastir íslendinga að fornu.
Hefur því þegar um 1200 Finnboga vcrið getið að hreysti, þótt vísan
greini ekki sérstök afreksverk hans, heldur segi aðeins að hann hafi
verið mikill bardagamaður.
Fræðimenn hafa rannsakað texta Finnboga sögu rækilega, svo sem sjá
má í formála að útgáfu Fornritafélagsins XIV. b., og verður ekki farið
út í það efni hér, en vikið að öðru, sem síður hefur verið gaurnur
gefinn, en það er staðfræðin. Verður einkum rætt um fyrri hluta sög-
unnar, enda er þar af mestu að taka.
Þótt Finnboga saga sé mjög ýkjukennd víða og talin lítt áreiðanleg,
er staðþekking víða örugg, einkum í þeim hluta sem tengdur er Flat-
eyjardal.
Sagan segir svo frá, að Finnbogi hafi verið af miklum ættum. Faðir
hans var Ásbjörn dettiás, stórættaður maður, en móðir Þorgerður,
systir Þorgeirs Ljósvetningagoða. Þau bjuggu á Eyri í Flateyjardal.
Finnbogi var borinn út nýfæddur að skipan föðurins. Kotbóndinn
Gestur finnur barnið, en hann bjó að Tóftum með Syrpu konu sinni.
Þau ala sveininn upp og kalla hann sinn son og nefna hann Urðarkött,
því að hann var fundinn í urð. Hann verður snemma þroskamikill. Sex