Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 129
BIRGITTA LINDEROTH WALLACE
NORRÆNAR FORNMINJAR
Á L’ANSE AUX MEADOWS
Grein sú sem hér birtist er prentuð sem viðauki (Appendix VII) við aðra útgáfu á bók
Gwyn jones, The Norse Atlatitic Saga, Oxford University Press 1986, bls. 285-304.
Höfundur greinarinnar, Birgitta Linderoth Wallace, hefur uni tuttugu ára skeið haft
náin kynni af rannsóknum norrænna minja á L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi
og er sem stendur forstöðumaður minjasafnsins þar, ráðin til starfsins af kanadísku
þjóðgörðunum (Parks Canada). Hún hefur góðfúslega lcyft mér að þýða greinina á
íslensku, og einnig hafa Gwynjones og Oxford University Press gefið leyfi sitt til að
greinin verði birt í Árbók Fornleifafélagsins.
Ólafur Halldórsson
Á Nýfundnalandi þar sem heitir L’Anse aux Meadows fann Helge
Ingstad fornminjar árið 1960. Þessar fornminjar voru grafnar upp undir
stjórn Anne Stine Ingstad á árunum 1961-68. Hjónin Helge og Anne
Stine Ingstad rannsökuðu leifar átta norrænna húsa og eina kolagröf,
fyrir utan ýmiskonar minjar innfæddra manna. Niðurstöður rannsókn-
anna birtust fyrst á prenti í bráðabirgðaskýrslu 1970 (A.S. Ingstad
1970), en lokaskýrsla kom út 1977 (A.S. Ingstad 1977). Annað bindi
lokaskýrslunnar um sögulegar heimildir, eftir Helge Ingstad, var enn
óprentað þegar þessi grein var skrifuð.
Kanadíska fornminjanefndin, National Historic Sites and Monuments
Board of Canada, lagði til árið 1968 að minjarnar yrðu viðurkenndar sem
sögulega mikilvægar, og þær voru þá settar í umsjá kanadísku þjóð-
garðanna (Parks Canada). Alþjððlegri ráðgjafanefnd var komið á lagg-
irnar til að skipuleggja frekari fornleifarannsóknir á staðnum og
verndun minjanna. f nefndinni voru Helge og Anne Stine Ingstad og
vísindamenn frá Norðurlöndum og Kanada.
Árið 1977 var minjasvæðið gert að þjóðgarði. 8.000 hektarar lands og
sjávar umhverfis minjarnar voru lagðir undir þjóðgarðinn til að friða
umhverfi þeirra. Árið 1975 var kornið upp bráðabirgðaaðstöðu til sýn-
ingar, en varanleg þjónustumiðstöð var fullgerð sumarið 1985. Þar
verður til sýnis flest af því merkilegasta sem hefur fundist á svæðinu.