Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. gr.
Hlutverk Þjóðminjasafns íslands og byggðasafna er að safna, skrá-
setja, varðveita, forverja og rannsaka minjar um menningarsögu þjóð-
arinnar og kynna þær almenningi.
Til menningarsögulegra minja teljast ummerki um sögu þjóðarinnar,
svo sem fornleifar og gömul mannvirki, kirkjugripir og minningar-
mörk, forngripir, listmunir og nytjahlutir, svo og nryndir, kvikmyndir,
hljóðritanir og skráðar heimildir um þjóðhætti. Til slíkra minja geta
einnig talist staðir sem tengjast menningarsögu.
Þjóðminjar teljast þær minjar um menningarsögu íslendinga sem
ákveðið hefur verið að varðveita í Þjóðminjasafni íslands, í byggða-
söfnum eða með friðun, sbr. 17, 29. og 34. gr.
Hverju byggðasafni ber að leggja áherslu á söfnun og sýningu muna
sem telja má einkennandi eða hafa sögulegt gildi fyrir hlutaðeigandi
byggðarlög eða landsfjórðung.
Þjóðminjasafn íslands skal stuðla að rannsóknum á nrinjum um
menningarsögu íslendinga og útgáfu fræðilegra rita um þær. Birta skal
árlega starfsskýrslu Þjóðminjasafns íslands.
8. gr.
Þjóðminjasafn íslands og byggðasöfnin skulu vera til sýnis almenn-
ingi á tilteknum tímum. Friðaðar fornminjar og mannvirki skulu og
vera til sýnis þegar þau hafa verið gerð sýningarhæf og aðrar aðstæður
leyfa.
Söfnin og starfsemi þeirra skulu kynnt nemendum í samráði við skóla
og fræðsluyfirvöld, ýmist í söfnunum eða skólum. Einnig skal efnt til
slíkrar fræðslu fyrir almenning í söfnum og ríkisfjölmiðlum.
9. gr.
Söfnin mega eigi taka við gjöfum sem kvaðir fylgja, en þó getur
menntamálaráðherra veitt undanþágu frá þessu ákvæði ef sérstaklega
stendur á.
Gjafir og fjárframlög til Þjóðminjasafns íslands og byggðasafna eru
frádráttarbær til skatts, sbr. ákvæði laga um tekjuskatt og eignarskatt,
nr. 75/1981, með áorðnum breytingum.
10. gr.
Heimilt er að lána gripi úr söfnunum til sýningar, en þó eigi til
útlanda nema með samþykki menntamálaráðherra. Jafnframt er heimilt
að lána um lengri eða skemmri tíma einstaka gripi til annarra safna eða