Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 176
180
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ar settu sýninguna upp, og Bryndís Sverrisdóttir safnkennari setti texta.
Sýningargestir urðu 1023.
Dönsk sýning um tengsli Indíána og Eskimóa, Fjaðraskúfar og
jískiklœr, var í efri forsal mánuðina júní- ágúst og unnu Bryndís Sverris-
dóttir og Kristinn Magnússon mest að uppsetningu hennar ásamt
tveimur Dönum, sem komu með sýninguna, og gerði Bryndís sýning-
arskrá. Sýningin kom hér við á leið til Grænlands, en hún var gerð í
tilefni 10 ára afmælis heimastjórnarinnar þar. Sýningargestir urðu
10.100.
Hinn 6. desember var opnuð jólasýning safnsins, Norrœn jól, sem var
í efri forsal. Voru sýndir þar ýmsir hlutir, sem tengjast jólahaldi á
Norðurlöndum og í því skyni margt fengið að láni frá Norðurlandabú-
um búsettum hér á landi. Opnaði biskup íslands, herra Ólafur Skúla-
son, sýninguna. - Starfsfólk safnsins setti sýninguna upp en í sambandi
við hana var skipulögð dagskrá, svo sem jólasveinaheimsóknir, brúðu-
leikhús, upplestur leikara, sýningar á gömlum vinnubrögðum, jóla-
leikur og fleira.
Safnið lánaði ýmsa hluti á íslandssýningu sem var í Torino á Ítalíu
mánuðina apríl til júní svo og nokkra dýrmæta kirkjugripi úr
kaþólskum sið í páfamessu hjá Landakoti 4. júní. - Þá voru einnig lán-
aðir hlutir á sýningu Fornbílaklúbbs íslands í Laugardalshöllinni, er stóð
frá 21.—25. júní, gamli Fordbíllinn frá 1917 en einnig nýuppgerður veg-
heflll frá 1925, sem síðar greinir frá. - Einnig lánaði safnið gömul frí-
merki á sýningu í Finnlandi og klukkur og úr eftir Eyjólf Þorkelsson og
Magnús Benjamínsson úrsmiði á sýningu vegna afmælis danska úr-
smiðafélagsins í Kaupmannahöfn.
Undirbúningur er hafinn að mikilli sýningu um Norðurlönd á vík-
ingaöld og fram um 1200, sem vera á í París og Berlín árið 1992 og
síðan í Kaupmannahöfn og ráðherranefnd Norðurlandaráðs stendur að.
Else Roesdahl dósent frá Árósum var ráðin til að sjá um gerð sýning-
arinnar fyrir Norðurlöndin öll, en Lilja Árnadóttir tók þátt í undirbún-
ingi sýningarinnar af íslands hálfu og sótti fund í Sigtúnum í Svíþjóð til
undirbúnings. Else Roesdahl kom hingað til lands í október og kannaði
gripi safnsins með tilliti til láns og átti fundi með þeim, sem málið
snertir.
Lán gripa á ýmsar sýningar eru orðin stór þáttur í starfsemi safna
hvarvetna og telur Þjóðminjasafnið sér enda skylt að greiða fyrir lánum
svo sem unnt er, en ekki er ástæða að telja upp nema helztu lán.
Hér ber og að geta, að hafizt var handa um endurskipulagningu fasta-
sýninga safnsins og var Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmynda-