Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 109
JÓLAKÖTTURINN OG UPPRUNI HANS
113
Jólahafur - jólaköttur
Eins og fram kemur hjá Áma þá mun jólakötturinn okkar og jóla-
geitin norska vera af sama stofni. Á því leikur ekki nokkur vafi. En
þegar að því kemur, að útskýra hvers vegna jólageit, sem reyndar á að
vera geithafur, verður að jólaketti hér á landi, gleymir Árni þessum
uppruna og býr til kenningu í dæmigerðum skynsemistrúarstíl, um að
geitaskortur og viðsjálir urðarkettir hafi valdið þessari nafnabreytingu.
Þessi kenning er afar langsótt og alveg úr lausu lofti gripin. Ég tel að
henni verði að vísa algerlega á bug og að nærtækara sé að leita skýringa
annars staðar, til dæmis með því að rekja feril jólahafursins, og sjá hvað
þá kemur í ljós.
Heilagur Nikulás og pukinn
Við skulum því sem snöggvast láta okkur hverfa einar 6-7 aldir
aftur í tímann, en um það leyti var mikill átrúnaður á heilögum Niku-
lási meðal kristinna þjóða. Nikulás mun hafa verið biskup í borginni
Myra í suðvesturhluta Litlu-Asíu á 4. öld eftir Krists burð, og var tek-
inn í dýrlingatölu eftir dauða sinn. En heilagur Nikulás var meðal
annars, eins og kunnugt er, verndari allra barna. Því var það, að á degi
heilags Nikulásar, sem er 6. desember, var oft einhver látinn klæðast
gervi dýrlingsins, ganga um og útbýta gjöfum meðal barna, líkt og
afkomandi hans Sankti Kláus er látinn gera í dag.2
En það sem athyglisverðast er í þessu sambandi er það, að á þessum
ferðum hafði hann iðulega í fylgd með sér hlekkjaða veru í púkagervi.
Púki þessi sem gjarnan var klæddur í svarta sauðargæru, eða eitthvað
ámóta, fór á kostum í kringum dýrlinginn og skemmti áhorfendum
með hrekkjum og skringilegum uppátækjum.3
Nikulás hafði að sjálfsögðu fullt taumhald á þessum hlekkjaða band-
ingja sínum, þótt óstýrilátur væri, og þannig voru þeir félagarnir,
Nikulás og púkinn, í raun lifandi tákn kirkjunnar um vald hins góða
yfir hinu illa.
Púkinn klofnar
Þessi púki, fylgisveinn heilags Nikulásar, er reyndar ættfaðir margra
furðuvera sem tengdar eru jólahaldi víða urn Evrópu, og of langt mál
2. I jólaskapi, bls. 148, Saga daganna, bls. 89.
3. Árets fester, bls. 174-175.