Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 185
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1989
189
Fomleifadeild. - Mjöll Snæsdóttir var áfram í rannsóknarstöðu sem
kennd er við dr. Kristján Eldjárn og vann hún að úrvinnslu á rannsókn-
unurn á Stóru-Borg. Um sumarið stjórnaði hún uppgreftinum þar og
er honum nú langt til lokið. Unnið var þar frá 26. júní til 19. ágúst og
var yíirleitt fimm manna hópur að verki í einu. Nokkuð hafði brotnað
af hólnum um veturinn, en könnuð voru þrjú hús, eitt þeirra margend-
urbyggt.
Fyrra hluta árs var unnið að lagfæringum fornleifakjallara á Bessa-
stöðum og undir haustið fór nýskipuð Bessastaðanefnd þess á leit, að
safnið annaðist frekari fornleifarannsóknir vegna viðgerðar stofunnar og
fyrirhugaðra nýbygginga. Sá Sigurður Bergsteinsson fornleifafræðingur
um rannsóknina ásamt aðstoðarmönnum.
Að beiðni menntamálaráðuneytisins var haldið áfram rannsóknum í
Reykholti og var unnið þar í 6 vikur. Stjórnaði Guðrún Sveinbjarnar-
dóttir rannsókninni eins og fyrr.
Guðmundur Ólafsson deildarstjóri rannsakaði leifar af fornum legstað
við Másvatn í Suður-Þingeyjarsýslu, en hann var rnjög skemmdur eftir
vinnuvél, en helzt virtist sem um væri að ræða bein, sem safnað hefði
verið saman af grafreit, líklegast fornum kumlateig.
Þá rannsakaði hann kuml gamallar konu í Merkurhrauni í Rangár-
vallasýslu, er blásið hafði upp. Lítils háttar fannst af haugfé, kambsleifar
og líklegast nálhús af beini.
Þá kannaði Guðmundur írskabrunn hjá Gufuskálum undir Jökli, sem
fannst eftir að hafa verið týndur í áratugi.
Enn var haldið áfram rannsóknum í Viðey á vegum Árbæjarsafns og
annaðist Margrét Hallgrímsdóttir rannsóknina senr fyrr, og Bjarni Ein-
arsson rannsakaði hluta af eyðibýlinu Granastöðum í Eyjafirði.
Þá var rannsókn á eyðibýlinu Hálsi í Hálsahreppi í Borgarfirði á
vegum háskólans í Ann Arbor í Michigan, en undir stjórn fslendinga og
einnig rannsökuðu þeir Thomas McGovern og Thomas Amorosi frá
New York dýrabein frá rannsóknum, t.d. úr prófgrefti í Nesi á Seltjarn-
arnesi.
Guðmundur Ólafsson og Sigurður Bergsteinsson skráðu fornleifar í
Hafnarfirði, Borgarfirði að hluta og yzt á Snæfellsnesi.
Tæknisafn. — Mikill tími fór í að endurgera gamla veghefilinn frá Hár-
laugsstöðum, sem sagt var frá í síðustu skýrslu og sá Pétur Jónsson um
það verk en með honum vann Þorfinnur Júlíusson um tíma. Hafðist að
Ijúka honum að mestu fyrir sýningu Fornbílaklúbbsins í Laugardalshöll-
inni í júní og var hann lánaður þangað ásamt fleiri hlutum og vakti
verðskuldaða athygli. Veghefillinn er örugglega talinn hinn fyrsti hér-