Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 127
TÓLFAHRINGUR OG LEIÐÓLFSFELL
131
sýslu er vitað um rústir fornra bæja, sem æskilegt væri að friðlýsa, áður
um seinan er. Nokkrar hafa nýverið verið eyðilagðar, því nútíma tækni
eirir engu og á skammri stund má skemma mikið.
Þakkir tjáðar
Tvennt gerði þessar rannsóknir mögulegar, og skal það nú af heilum
huga þakkað: Áhugi og hraust handtök þeirra Dags og Júlíusar og fjár-
hagslegur styrkur veittur af Hugvísindadeild Vísindasjóðs. Jafnframt
skal síðarnefndum þökkuð þolinmæði um bið eftir árangri. Óvænt
aðstoð barst mér frá dr. Sverri Magnússyni fyrrv. lyfsala með bréfi
dags. 21. ágúst 1985. Hann skrifar m.a.: „Við frekari eftirþanka þótti
mér ekki óeðlilegt að ég legði málinu lið og þá í minningu hins einstaka
og fjölgáfaða manns sr. Jóns Steingrímssonar, sem vann hið stórmerka
ævistarf sitt á þessum slóðum, en ég mun vera 7. ættliður frá honum,
kominn út af Sigríði elstu dóttur hans og fyrri konu hans Þórunnar
Hannesdóttur." Fyrir þessa aðstoð eru Sverri hérmeð hugheilar þakkir
færðar. Þakkir einnig til sýslusjóðs Vestur-Skaftafellssýslu fyrir fjárstyrk
til rannsókna, sem tengjast þessum rannsóknum. Síðast, en ekki minnst
þakka ég Lárusi Guðjónssyni fyrir ómetanlega aðstoð með því að
útvega hvorki meira né minna en 5 C14 aldursákvarðanir mér að kostn-
aðarlausu. Sérstakar þakkir okkar allra til heimilanna að Borgarfelli og
Uthlíð fyrir frábæra gestrisni og margháttaða aðstoð.
HEIMILDIR
Björn Magnússon (1970, 1972): Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Prcntsm. Lciftur, Rvík.
Brynjúlfur Jónsson (1909): Rannsóknir í Vestur-Skaftafellssýslu sumarið 1909. Árb. hins
tsl. fomlfél., bls. 13-18. Rvík.
Jón Jónsson (1984): Litast um af Leiðólfsfelli. Útivist 10, bls. 71-77. Rvík.
Jón Jónsson (1985): Rústirnar við Réttarfell og Leiðólfsfell. Árb. hins ísl. fomlfél., bls.
129-136. Rvík.
Jón Jónsson (1985): Eldstöðin við Leiðólfsfell og sögnin um Tólfahring. Náttúrufr. 55, bls.
73-81.
Jón Steingrímsson (1788): Fullkomið skrif um Síðueld. Skýrslur um Skaftárgosin 1783.
Safn til sögu íslands IV, Khöfn og Rvík 1904—1915.
Sigurður Vigfússon (1892): Rannsóknir sögustaða. Árb. hins ísl. fornl fél., bls. 69. Rvík.
Sigurður Þórarinsson (1981): Bjarnagarður. Árb. hins ísl. fornl.fél., bls. 5-39. Rvík.
Sveinn Pálsson (1945): Ferðabók, bls. 259-260 og 549. Snælandsútg. Rvík.
Sæmundur Hólm (1784): Om Jordbranden paa Island i Aaret 1783, bls. 17. Köbenhavn 1784.