Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 105
BJALLA FRÁ SÖGUÖLD, FUNDIN A SKOTLANDI
109
bjallnanna er ekki hægt að útiloka, að gerðin sé af blendnum norrænum
uppruna, sem hugsanlega hefur lilotið innblástur frá írlandi.
Notkun bjallna af þessari gerð á reiðtygjum er hugsanleg, þar sem
nokkrar bjöllur hafa fundist í tengslum við hrossabein, og gætu bjöll-
urnar þar af leiðandi verið hluti af skrauti á reiðtygjum. Það eru þó ekki
til neinar hliðstæður Freswick-bjöllunnar og íslensku bjallnanna í nor-
rænum kumlum og bjöllur frá kumlateignum í Birka í Svíþjóð eru til
að mynda allt öðruvísi, þótt þær séu svipaðar að stærð.27 Aftur á móti
er heldur ekki hægt að útiloka þann möguleika, að bjöllurnar hafi verið
bornar um hálsinn, sem verndargripir eða trúarleg tákn.
Þrátt fyrir að hægt sé að tengja sumar bjöllur við kuml frá söguöld,
er ekkert sem bendir til, að Freswick-bjallan sé komin úr kumli, og
frekar er það líklegt, að hún sé komin úr mannvistarlögum í nágrenni
fundarstaðarins. Þótt allmörg kuml hafi fundist í nágrenni Freswick
Links, hafa sýnilega engir munir fundist í þeim og aðeins ein gröf hefur
verið rannsökuð með aðferðum nútímafornleifafræðinnar.28 Aldurs-
greining bjöllunnar í Freswick, sem út frá hliðstæðum er hægt að tínra-
setja til 10. aldar, gæti skapað vandamál fyrir rannsóknirnar í Freswick
Links. Fram til þessa hafa fundist rnjög fáir gripir, sem hægt er að tíma-
setja svo snemma, allflestir gripirnir eru frá 11., 12. og 13. öld. Kolefn-
isaldursgreiningar og hitageislaaldursgreiningar (thermoluminescens,
TL) benda enn sem komið er ekki til eldri búsetu. Á Caithness hafa
heldur ekki fundist mjög margir gripir, sem hægt er að tímasetja til 9.
eða 10. aldar.29 Það er þó hugsanlegt, að Freswick-bjallan hafi verið í
notkun mjög lengi, áður en hún týndist, svo ef vitað væri um aldur
fundarsamhengisins, kæmi það að litlum notum við aldursgreiningu
bjöllunnar.
Mikilvægi bjöllunnar frá Freswick liggur hins vegar í því, að Caith-
ness var syðsti hluti umráðasvæðis Orkneyjajarla og var hluti af veldi
norrænna manna á Norður-Atlantshafi. Þetta sést m.a. af gerð þeirra
fornminja, sem fundist hafa við Freswick.211 Caithness, Katanes á Skot-
landi gegndi mikilvægu hlutverki fyrir norsku jarlana frá lokum 10.
aldar og síðar.
Vilhjálmur Örn Vilhjáltnssoti
þýddi
21. Arbman, H.: Birka I. Die Griiber, 2 Vols. (Uppsala 1940), bls. 10-18 og Taf. 93.
28. Batey, C.: Freswick Links, Caithness: A Re-appraisal of the Late Norse Site in its Con-
text (Oxford, Brit. Archaeol. Rep. Brit. Scr. 179, 1987), bls. 48-49.
29. Batcy, C.E.: Viking and Late Norsc Caithncss: Thc Archacological Evidence. Tenth
Viking Congress (Oso, 1987), bls. 131-48.
30. Batey, op. cit., dlvitnun 28, chaptcr 9.