Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 178
182
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gamla bænum á Þverá í Laxárdal, gef. Áskell Jónasson, Þverá, máluð fjöl
úr gamalli altaristöjlu úr Fitjakirkju í Skorradal, gef. Hulda Guðmunds-
dóttir, R., loftskeytaklefi af togaranum Geir, frá um 1923, gef. Ásajóns-
dóttir Björnsson, R., Chrysler fólksbifreið frá 1926, gef. Guðfinnur Hall-
dórsson, R., tvö altarisklæði og patínudúkur, frá Barðskirkju í Fljótum,
lýsislampi smíðaður af Einari Sumarliðasyni á Kollabúðum, gef. Ólína
Magnúsdóttir, Kinnarstöðum, dótturdóttir hans, seilaról með seilarólar-
typpi, gef. Sigurður Pálsson, Baugsstöðum, altari gamalt, úr Saurbæjar-
kirkju á Kjalarnesi, gef. Ólafur Böðvarsson, Skógarási.
Þá ber þess að geta með þökkum, að íslenska sjónvarpsfélagið gaf
safninu sjónvarpstœki og myndbandstæki og félagið Minjar og saga upp-
tökutæki, allt hinir þörfustu gripir fyrir safnið og starfsemi þess.
Ferðir og fundir safnmanna
Getið er helztu ferða starfsmanna við viðkomandi deildir, en um
aðrar ferðir sem tengjast safnstörfum er þetta helzt að segja:
Þjóðminjavörður fór ásamt Þóru Kristjánsdóttur um Borgarfjörð,
Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu 10. —13. júlí til skoðunar
kirkna og kirkjugripa svo og friðlýstra staða. Þá fór Þóra um hluta
Suðurlands og um Norðausturland vegna endurskoðunar kirkjugripa-
skránna.
Lilja Árnadóttir sótti fund í Svíþjóð í lok janúar vegna útgáfu nor-
ræna orðasafnsins, nomenklatur, sem búið er að prenta á annað hundrað
blöð af og áformað að prenta 400 alls. - Lilja sótti einnig ásamt Bryndísi
Sverrisdóttur safnkennara allsherjarþing ICOM og CECA í Hollandi
um mánaðamótin ágúst-september. - Guðmundur Ólafsson, Mjöll
Snæsdóttir og Þór Magnússon sóttu 16. víkingafund, sem haldinn var
á Katanesi og Orkneyjum 25.-31. ágúst.
Þjóðminjavörður sótti árlegan fund hjá Evrópuráðinu í Strasbourg
um minjavernd, 21.-24. febrúar.
Þess skal getið, að fæstar utanlandsferðir eru farnar á kostnað Þjóð-
minjasafnsins, enda hefur mjög dregið úr heimildum til að veita ferða-
styrki, nema beinlínis sé ætlazt til að safnið sendi fólk í ákveðin erindi.
14.— 15. október var haldið námskeið í Skógasafni fyrir safnmenn á
vegum Félags ísl. safnmanna. Sóttu það starfsmenn flestra safnanna og
voru haldin erindi uin ýmsa þætti safnamála og að auki var farið í
kynnis- og skoðunarferðir um nágrennið.