Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 193
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1989
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn þriðjudaginn 21. nóvember 1989 í
Bogasal Þjóðminjasafnsins og hófst kl. 20.35. Fundinn sátu um 85 manns.
Varaformaður félagsins, Þór Magnússon þjóðminjavörður, setti fundinn í fjarveru for-
manns Harðar Ágústssonar vegna veikinda hans. Fyrst minntist varaformaður þeirra
félaga sem látizt hafa, síðan aðalfundur var síðast haldinn. Þeir eru:
Emil Ásgeirsson, Gröf, Árnessýslu.
Finnbogi Rútur Valdimarsson, Kópavogi.
Guðmundur Jónsson, Kópsvatni, Arnessýslu.
Haraldur Hannesson, hagfræðingur, Reykjavík.
Haraldur Ólafsson, bankaritari, Reykjavík.
Helgi Hannesson, kaupfélagsstjóri, Strönd, Rangárvallasýslu.
Ólafur M. Ólafsson, menntaskólakennari, Reykjavík.
Ragna Jónsdóttir, Kópavogi.
Stígur Guðmundsson, Steig, Mýrdal, V.-Skaftafellsýslu.
Risu félagsmcnn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu félagsmenn.
Varaformaður gat þess, að á þessu ári eru liðin 110 ár, síðan Hið íslenzka fornleifafélag
var stofnað. Af því tilefni las hann eftirfarandi samantekt formanns:
Hið íslenzka fornleifafélag ÍÍO ára
Hið íslenzka fornleifafélag var stofnað í húsi Prestaskólans þann 8. nóvember 1879.
Frumhugmyndina að tilurð félagsins mun Matthías Jochumsson hafa átt, en aðalhvatamað-
ur, lífið og sálin í félaginu fyrstu árin var Sigurður Vigfússon. Fyrsti formaður þess var
Árni Thorsteinsson landfógeti. Tilgangur félagsins var í öndverðu þríþættur eins og fram
kemur f fyrstu grein laga þess: „að vernda fornleifar vorar, leiða þær í ljós og auka þekk-
ingu á hinum fornu sögum og siðum feðra vorra.“
Með setningu fornleifalaga 1907 má heita að sú starfsemi félagsins sem fólst í tveimur
fyrstu liðunum félli alfarið undir starfsemi þjóðminjasafns. Eftir var fræðsluþátturinn sem
félagið hafði þegar sinnt með útkomu Árbókarinnar sem hóf göngu sína 1881.
Um samband og samvinnu Hins íslenzka fornleifafélags og Þjóðminjasafns íslands vil
ég leyfa mér að grípa til orða Kristjáns Eldjárns er hann setti á blað í tilefni af aldarafmæli
félagsins 1979. Hann segir: „Þegar litið er yfir sögu Fornleifafélagsins og Árbókar þess