Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 143
NORRÆNAR FORNMINJAR Á L’ANSE AUX MEADOWS
147
húsabæir, en þó án þess hússins sem mestu máli skipti. Pað eru engin
fjós á L’Anse aux Meadows, aðeins íveruhús og verkstofur. Húsunum
er ckki heldur komið fyrir eins og á bóndabæjum; þarna eru þrjú íveru-
hús, hvert nálægt öðru, líkara því sem gerist á verslunarstöðum en á
bóndabæjum.
Eftir er að svara þeirri spurningu hvort öll húsin hafi verið byggð á
sama tíma. Jafnt bil milli húsanna á brekkubrúninni bendir til að öll
húsin hafi verið byggð á sama tíma og að samkomulag hafi verið um
lóðamörk. Grunnmynd þriggja stærstu húsanna er mismunandi, en það
bendir raunar til að þau séu öll frá sama tíma, tíma þegar engin föst
regla var um það hvernig útbyggingar voru byggðar við aðalbygging-
ar. Væntanlega stafar þessi munur af því að misjafnt var til hvers húsin
voru ætluð og viðbygging var sett þar sem hennar var þörf. Annað sem
bendir til að öll þessi hús séu jafngömul er hin mikla sérhæfing þeirra
hvers fyrir sig, þar sem verkþættir studdust hver við annan og þjónuðu
allir þeim tilgangi að búa til hluti sem komu að gagni við skipaviðgerð-
ir. En þetta getur á hinn bóginn bent til þess, að samræming, frum-
kvæði og tilföng hafi verið í höndum eins leiðtoga, að öllum líkindum
eins af aðalmönnunum sem stóðu fyrir landnáminu á Grænlandi. Það
sem við erum að fást við á L’Anse aux Meadows er, eftir þessu að
dæma, einskonar verslunarhöfn sem hefur verið komið í gagnið til að
gera við skip og báta. í húsunum stóru var aðstaða til gistingar, til að
matbúa og borða: í þeim var skjól fyrir Vínlandsfara, rúm til að geyma
varning þeirra og umskipa honum.
Er L’Anse aux Meadows Vínland?
Til að finna skynsamleg rök fyrir svari við þessari spurningu verður
að rekja slóðina frá Hellulandi. Hclluland er sérstaklega vel til fundin
lýsing á norðurhluta Kanada fyrir norðan 58. breiddargráðu, en verður
varla tengd neinu landsvæði sunnar; af þeim sökum er ekki hægt að
gera ráð fyrir að Helluland hafi náð suður fyrir þessa breiddargráðu.
Ekki er ljóst hvort Marklancj hefur tekið við af Hellulandi, eða hvort
talið hefur verið að opið haf væri á milli þessara landa. Hvað sem því
líður hefur Markland hlotið að vera innan takmarka þess sem nú er
Labrador. Það hefur varla getað náð yfir allt það landsvæði, sem er
110.000 fermílur og mundi vera gríðarlegt land í augum norrænna
manna - öll Eystribyggð er undir 5.000 fermílum.
Það hefði verið rökrétt ef Nýfúndnaland, sem er þriðja stóra landið,
væri Vínland. Þegar siglt er í suður meðfram ströndum Labradors