Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Side 143

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Side 143
NORRÆNAR FORNMINJAR Á L’ANSE AUX MEADOWS 147 húsabæir, en þó án þess hússins sem mestu máli skipti. Pað eru engin fjós á L’Anse aux Meadows, aðeins íveruhús og verkstofur. Húsunum er ckki heldur komið fyrir eins og á bóndabæjum; þarna eru þrjú íveru- hús, hvert nálægt öðru, líkara því sem gerist á verslunarstöðum en á bóndabæjum. Eftir er að svara þeirri spurningu hvort öll húsin hafi verið byggð á sama tíma. Jafnt bil milli húsanna á brekkubrúninni bendir til að öll húsin hafi verið byggð á sama tíma og að samkomulag hafi verið um lóðamörk. Grunnmynd þriggja stærstu húsanna er mismunandi, en það bendir raunar til að þau séu öll frá sama tíma, tíma þegar engin föst regla var um það hvernig útbyggingar voru byggðar við aðalbygging- ar. Væntanlega stafar þessi munur af því að misjafnt var til hvers húsin voru ætluð og viðbygging var sett þar sem hennar var þörf. Annað sem bendir til að öll þessi hús séu jafngömul er hin mikla sérhæfing þeirra hvers fyrir sig, þar sem verkþættir studdust hver við annan og þjónuðu allir þeim tilgangi að búa til hluti sem komu að gagni við skipaviðgerð- ir. En þetta getur á hinn bóginn bent til þess, að samræming, frum- kvæði og tilföng hafi verið í höndum eins leiðtoga, að öllum líkindum eins af aðalmönnunum sem stóðu fyrir landnáminu á Grænlandi. Það sem við erum að fást við á L’Anse aux Meadows er, eftir þessu að dæma, einskonar verslunarhöfn sem hefur verið komið í gagnið til að gera við skip og báta. í húsunum stóru var aðstaða til gistingar, til að matbúa og borða: í þeim var skjól fyrir Vínlandsfara, rúm til að geyma varning þeirra og umskipa honum. Er L’Anse aux Meadows Vínland? Til að finna skynsamleg rök fyrir svari við þessari spurningu verður að rekja slóðina frá Hellulandi. Hclluland er sérstaklega vel til fundin lýsing á norðurhluta Kanada fyrir norðan 58. breiddargráðu, en verður varla tengd neinu landsvæði sunnar; af þeim sökum er ekki hægt að gera ráð fyrir að Helluland hafi náð suður fyrir þessa breiddargráðu. Ekki er ljóst hvort Marklancj hefur tekið við af Hellulandi, eða hvort talið hefur verið að opið haf væri á milli þessara landa. Hvað sem því líður hefur Markland hlotið að vera innan takmarka þess sem nú er Labrador. Það hefur varla getað náð yfir allt það landsvæði, sem er 110.000 fermílur og mundi vera gríðarlegt land í augum norrænna manna - öll Eystribyggð er undir 5.000 fermílum. Það hefði verið rökrétt ef Nýfúndnaland, sem er þriðja stóra landið, væri Vínland. Þegar siglt er í suður meðfram ströndum Labradors
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.