Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 37
NORSKA HÚSIÐ I STYKKISHÓLMI
41
hafði Thorlacius fundið á floti úti í rúntsjó á einni utanferð sinni. Fyrir
framan bekkinn var langt borð, og á því stóð oftast brennivínsflaska,
ferstrend, og var 6 staupum hvolft í hring í kringum hana. Gestum
þeim, er tekið var á móti í þessari stofu og ekki var boðið inn í salina
var oftast látið nægja að gefa staup af brennivíni með bitter, og drakk
þá Thorlacius alltaf til samlætis. Það hafa kunnugir sagt mér, að oft,
þegar gestkvæmt var að morgninum, hafi hann verið búinn að drekka
20-30 staup af brennivíni á hádegi, en aldrei sást vín á honum. Inn úr
þessu herbergi var svo gengið í salina báða.
Norðursalurinn var viðhafnarstofa hússins „stáss-stofan“ eins og þá
var kallað. Þar voru falleg „mahogni“-húsgögn, sófi, stólar og borð, en
auk þess voru við vesturgluggana tveir merkilegir, útskornir stólar með
háum bökum, og voru þeir ætlaðir húsbændunum, svo voru líka 4
ruggustólar, með nöfnum barnanna áletruðum á messingplötur. Við
norðurvegginn var afar fínt pólcrað skatthol úr mahogni, og stóð á því
eftirlíking af einni mynd Thorvaldsens, úr marmara, er var vinargjöf frá
Grími Thomscn á Bessastöðum. Svo var þar há dragkista úr mahogni,
en á henni stóð skrautleg klukka með glerkúpli yfir. Á veggjunum voru
fornar eirstungumyndir og eitt heiðursskjal, er Thorlacius hafði fengið
fyrir vöruvöndun á sýningu í Björgvin.
Inn af norðursal var gestaherbergi í norðausturhorni hússins; þar var
„toppsæng", tjölduð hvítum sparlökum úr grófu hörlérefti.
Suðursalurinn var dagleg stofa heimilisins, og þar sváfu húsbænd-
urnir í lokrekkju, er var í suðvesturhorninu; þar sat heimilisfólkið við
vinnu að deginum og sá salur var alltaf hitaður upp að vetrinum, en
annars var ekki lagt í ofninn í norðursalnum nema á hátíðum og þegar
góðra gesta var von. Á veggjum suðursalsins héngu allar byssur hús-
bóndans, 8 að tölu, og svo áttu synir hans 5, auk nokkurra korða með
látúnshjöltum. Heimilið var því ekki vopnlaust. Allar voru byssurnar
fágaðar og smurðar, svo að þær væru alltaf til taks, þegar gott veður
var, því að þá fóru feðgarnir á sela- og rjúpnaveiðar. Inn af suðurstof-
unni í suðausturhorninu var skrifstofa Thorlaciusar; þar voru allir
veggir frá gólfi til lofts þaktir bókaskápum, fullum af vel bundnum
bókum, en undir glugganum var skrifborð hans og stóll við, en í
stólnum var sessa, saumuð rósum. í austurhliðinni voru svo 3 svefnher-
bergi, en þar sváfu börnin og amma þeirra, madama Stenback, meðan
hún lifði. Það var tengdamóðir Thorlaciusar, gamla madama Stenback,
sem hjálpaði honum um handbært fé, þcgar hann komst í fjárkrögg-
urnar 1837... Þjónustufólkið, vinnukonur og vinnumenn, sváfu aldrei í
húsinu; handa því var sérstakt hús í túninu rétt fyrir austan Norska