Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 145
NORRÆNAR FORNMINJAR Á L’ANSE AUX MEADOWS
149
hafís hafi verið minni á elleftu öld en nú er. Og af sömu ástæðu hefur
ekki þurft að hugsa til að sigla aftur heim eftir október byrjun.
Fjarlægðin frá vesturströnd Grænlands í nágrenni við Godtháb til
sunnanverðs St. Lawrenceflóa ef siglt er meðfram Hellulandi og Mark-
landi — eina leiðin sem norrænir siglingamenn gátu valið sér, að því
gefnu að þeir hafi ekki kunnað að reikna út lengdargráður - er um 1400
sjómílur, sem er mikil vegalengd og hefur tekið allt að tvær vikur að
sigla (fljótar á leið til Nýfundnalands vegna strauma, en að sama skapi
lengur á leiðinni heim aftur). Ef mánuður af þeim tíma sem hægt var
að sigla milli landanna hefur farið í ferðir hefur það orðið til þess að
Vínlandsfarar hafa einungis haft tvo mánuði til að kanna landið og afla
fanga. En með því að koma sér upp bækistöð á L’Anse aux Meadows
hafa þeir getað haft mun rýmri tínra. Með því að skilja mannafla eftir
til að safna vetrarforða af matvælum og eldiviði gátu þcir verið lengur
og dvalist suðurfrá þó nokkuð fram í nóvember, en komið aftur til
L’Anse aux Meadows tínranlega fyrir jól.
Þesskonar not af búðunum kemur heim við þá staðreynd, að mikill
hluti vistarvera í húsunum hefur verið bæði til svefns og dagvistar, en
virðast þó ekki hafa verið lengi í notkun, að því er ráðið verður af því
hve fáir hlutir fundust í húsunum. L’Anse aux Meadows er tilvalinn
staður fyrir þessháttar bækistöð. Þaðan, úr mynni Fagureyjarsunds, er
hægt að sigla fram og aftur um svo að segja allan St. Lawrenceflóa án
þess nokkru sinni að missa land úr augsýn. Þaðan er einnig auðvelt að
fylgja ströndinni austur á bóginn til annarra hluta Nýfundnalands.
Hvernig sem það hefur verið virðist augljóst að L’Anse aux Meadows
hefur hlotið að vera eins og fordyri Vínlands, sem var land allra gæða
og varð betra og betra eftir því sem lengra dró frá Marklandi.
En búsetan varaði'ekki lengi, ef til vill ekki einu sinni lengur en einn
vetur. Ástæðan er augljós. Sjóleiðin þangað var fullt eins löng og til
Evrópu, og allt sem hægt var að fá á Vínlandi var einnig hægt að fá í
Evrópu. Evrópa hafði miklu meira að bjóða: skrautmuni, tilbúin verk-
færi, korn, salt, krydd, ættingja og vini og kirkjuleg tengsl. L’Anse aux
Meadows var yfirgefið eins og hvert annað ónýtt uppátæki og Vínland
varð fjarlægur draumur, hjúpaður í móðu þjóðsagna.
HEIMILDIR
Dalton, G., 1978. ‘Comments on Ports of Trade in Early Medieval Europe’, Norwegian
Archaeological Review, vol. II, no. 2, bls. 102-8.