Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 161
REYKJAVÍK FROM THE ARCHAOLOGICAL POINT OF VIEW
165
í kafla þrjú er greint frá niðurstöðum könnunarhola, sem gerðar voru
á nærliggjandi lóðum.
Á grunnteikningar, sem birtar eru af hverri lóð, vantar hæðartölur
við rústirnar. Á teikningarnar hefði mátt merkja inn jarðlög við hleðsl-
urnar, sérstaklega gólfskánir og torf. Skýringum við grunnteikning-
arnar er töluvert ábótavant og því oft erfitt að átta sig á rústunum. Til
bóta hefði verið að merkja skýringar á mannvirkjunum inn á teikning-
arnar. Einkennandi fyrir kaflann í heild eru margar smáatriðalýsingar,
en fáar túlkanir á gerð og notkun húsanna. Bókin er því að mestu lýs-
andi. Á blaðsíðu 19 er grunnteikning af rúst frá tímum Innréttinganna,
sem vel hefði mátt gera útlitsteikningu af samkvæmt niðurstöðum
rannsóknarinnar og ritheimildum. Tar má sjá leifar tréveggja og útlínur
útveggja.
Ljósmyndir í kaflanum eru góðar og vel staðsettar í samræmi við
texta. Þó eru fáar yfirlitsmyndir úr lofti. Meira er um hlutamyndir
teknar á ská úr lítilli fjarlægð og því sjást einungis hlutar rústanna. Aft-
ast í hverjum undirkafla er stutt og oft grunn umíjöllun um hluti. T.d.
virðist lítil viðleitni hafa verið í þá átt að fjalla nákvæmlega um hluti frá
seinni öldum, t.d. brot úr leirkerum og steintaui (bls. 21).
Sú ályktun er dregin út frá jarðvegssniði meðfram Grjótagötu (bls.
24-25) við lóð Aðalstrætis 14, að torfhleðsla í sniðinu sé frá húsi, sem
byggt hafi verið fyrir 900. Af sniðinu að dæma var landnámslag í
strengjum sitt hvorum megin við torfhleðsluna, en ekki er mjög sann-
færandi að veggurinn hafi verið hlaðinn svo snemma. Ekkert bendir
heldur til þess að um hús hafi verið að ræða eins og höfundur heldur
fram. Á lóðinni fundust einnig rústir frá tímum Innréttinganna.
í upphafi kaflans um lóðina að Aðalstræti 18 er grunnteikning af þeim
rústum, sem þar komu í ljós (bls. 28). Þar er undirstöðuhleðsla frá 20.
aldar byggingu og útlínur skála með langeldi þar undir. Á NA-hluta
lóðarinnar er urn 16 m2 autt svæði, þar sem ekki virðist hafa verið tekið
snið. Þarna vantar stóran hluta A-langveggjar landnámshússins. Á blað-
síðu 29 segir að tólf snið hafi verið teiknuð er á uppgrefti stóð, en ein-
ungis níu eru birt í skýrslunni. Virðast veggir uppgraftarsvæðis oftast
hafa ráðið staðsetningu sniðteikninganna: „Thirteen sections were
drawn, primarily based on the sides of the excavation, eight of them
published here“ (bls. 37). Ef frá eru talin sniðin meðfram lóðinni, sem
eru 17,5 og 12,5 metra löng eru sniðin 1-6 metra löng eða rúmir þrír
metrar að meðaltali, sem er of stutt. Eins má gagnrýna að ekki skuli
vera gefin upp nákvæm hnit sniðanna, sem gerir það að verkum að