Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 20
24
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
stafen og þryck strax gull/7 nidr [...] lat bida \>ar til |26 þvrt er <ad>
mestu b'r'vnera sidan med galltar tonn og sliett med henne.
15 kritj] ’i‘ dálítið einkennilegt. krit mcniu] líkl. Jremur eitt orð en að hér sé um upptalningu
að ræða.
17 gull] í ’g‘ hefur hlek runnið til, stafurinn ógreinilegur.
18 brunicrtam] svo, líkast til villa fyrir ’-tann‘.
25 [... ] hér er krotað yftr orð.
26 þvrt cr] skr. þvrt með ’er'-styttingarmerki.
Til þæginda er textinn einnig birtur hér færður nær nútímahorfi:
Að mála
Viljir þú mála upp á tré, þá tak tré og lát vera klárt og gjör lím til
máta sterkt svo ekki springi af og ber það síðan upp á tré einn tíð
eður tvisvar eður þrisvar og lát það vel þorna, svo þér skuluð ekki
mega sjá hvort það hefur á komið eður ei. Tak þá bleik(j)u og lím
og lát vera lieitt og mel á hellu til máta þykkt og lát upp á tré þar
áður er lím undir einn tíð og lát þorna síðan, og gjör svo þrisvar ef
þú villt vanda og lát þorna í millum. Þá skalltu taka hvasst járn og
skafa allt slétt. En þar þú villt gull á láta, þá skalltu taka pulment og
er það einn brúnn-rauður steinn og mel á hellu með veikt lím og lát
það síðan upp á þar þú villt gullið hafa. Og tak léreft þegar það er
þurrt og þurrka það með. Tak síðan brúnertann og brúnera sem best
svo skínanda verði. Tak þá gull og bursta og legg upp með veikt lím
og lát þorna. Brúnera síðan og ei mjög heitt til þess að skínanda er
gullið. En annars staðar þar þú villt fargan hafa, lát allt upp með lím
og varðar ei hvað steinn undir er þegar eins er liturinn, en láta seinast
þann litinn sem bestur er og ferniza síðan utan yfir allt saman.
Item, að gjöra gull-staf: Tak krít-menju eður brún-rautt, og bezt
krít, og mel á hellu með æger (?) til máta þykkt og skrifa síðan þá
stafi sem þú villt og lát þorna meir en til hálfs. Tak síðan gull og sker
sundur til máta og legg upp með pinsil, og tak brúnertann og brún-
era þegar þú fmnur að þurrt er til þess að það skín.
Að gullleggja: Sláttu gull, sker það til sem þú villt stafmn hafa til,
og tak hvítu úr eggi og hrær í sundur í einni skál og lát upp á stafinn
og þrykk strax gullið niður. Lát bíða þar til þurrt er <að> mestu;
brúnera síðan með galtartönn og slétt með henni.
Nokkur orð af erlendum uppruna eru í textanum, svo og fáein
ókunnugleg af íslenskum stofni (um skammstafanir, sjá heimildaskrá):