Lögrétta - 01.07.1935, Page 27

Lögrétta - 01.07.1935, Page 27
149 LÖGRJETTA 150 Ingveldur kysti hann á vangann, um leið og hún gekk i burtu. „Jeg get ekki endurgoldið þjer alla þessa góðvild, Ingveldur“, stamaði Grímsi. Hon- um var sjóðandi heitt þarna undir sæng- inni, og átökin voru sterk um það, hvað hann ætti nú að gera? Ingveldur leit til hans társtokknum aug- um. „Mjer er ánægja að því að mega horfa á þig þessa daga, sem þú átt eftir að vera hjerna í verbúðinni", svaraði hún. Og Ing- veldur sneri sjer að kaldri stónni og fór að lífga við eldinn. Þegar Grímsi var kominn á fætur, fór hann að raula lag sjer til afþreyingar, og þetta milli Ingveldar og hans settist ein- hvernveginn undarlega í hann þessa stund- ina. Hann tók eftir því út um gluggann, að veður var að skiftast í lofti. Himininn var allur orðinn kafþykkur, og það seig að með mugguhrið. Hann var hissa á því, að Ingveldur skyldi ekki vera bál-vond við hann fvrir það, hvað hann gat verið mikill durtur, og hann var að velta því fyrir sjer, hvernig hún myndi vera til augnanna, þessi Gríma, sem Ingveldur hafði verið að minna hann á, og það voru þessir hugarórar, sem stóðu á milli Ingveldar og hans og frelsuðu hann frá því að sleppa sjer. Nokkrum stundum síðar um daginn buldi stórviðri við á þekjunni, og ýskur hvein í gáttum þarna undir loftinu. Stór- hríðin hafði brostið á svona upp úr hesta veðri. Grímsi varð órólegur út af bátunum á sjónum, eftir að stórhríðin var skollin á. Það jós upp briminu þar við fjöruna á augabragði. Þetta var meiri gangurinn í veðrinu alt i einu upp úr bliða logni. Hann sneri sjer til Ingveldar og hafði orð á því, að bátarnir væru á sjó. „Menn eiga þessu að venjast hjer í Vik- inni, að það skifti fljótlega um veður, og verða margir að sætta sig við þau heljar- öfl, sem þar eru að verki“, svaraði Ingveld- ur. Hún færði sig út að glugganum. Fvrstu bátarnir voru að lenda. Grímsi stóð í vörinni allur fannbarinn. Honum blöskraði að sjá fram á víkina. Hún var öll holgrafin, og þarna ruddust hvik- urnar upp að vararveggj um með þungum sogum og fjörbrotum ein á fætur annari, og þarna glórði í bátinn hans Björns Bjarnasonar. Honum skaut upp á öldu- kamhinn þarna rjett fram af vörinni. Há- setarnir tóku lifróðurinn upp i fjöruna. Þeir voru eldsúarir að hafa sig út úr bátn- um, óðu upp undir hendur, og kvikurrwr skveltusl yfir þá alla og særokið. Langur vírstrengur lá þar fram alla vör- ina með gildum járnkrók í endanum, og var nú króknum á augalifandi hili, um leið og bátinn bar að landi, krækt í lykkju, sem var framan á stefninu. Hvalbeinslilunnar voru settir fastir lijer og þar um alla vörina undir kjölinn á bátn- um, og var hann dreginn upp í naust með öllum aflanum. Tveir menn voru látnir styðja bátinn. Að þvi gengu þeir, formaðurinn og Jóhann „pistill“. Stóðu þeir um miðskipið hver á móti öðrum, karlmannlegir og þungir und- ir brún, ineð blauta sjóliatta lafandi nið- ur að augum. Röddin í Birni var sterk eins og brim- gnýrinn við fjöruna, og rak hann miskun-, arlaust á eftir hásetunum að setja bátinn, og var hann stafnafullur af fiski. Tveimur löngum slám var stungið í gegn- uin gríðarlega digran eikarbol, og snerist nú vírinn upp á bolinn smátt og smátt, og ýldi og brakaði við i öllu spilinu. Piltarnir lögðust fram á slána með öllum likams- þunga og spyrntust við af öllum kröftum og sligu þungum krefum niður í mölina og jiarna snerust þeir liring eftir hring, þar til báturinn var kominn alla leið í naust. Bátarnir vöru nú smátt og smátt að tín- ast að landi í hríðinni. Veðrir var altaf að harðna, og það helti upp briminu með liverri stundinni sem leið. Björn Bjarnason var með fvrstu bátun- um í land. Hann hafði sigið á það i róðrin- um, þegar hann sá, að útlitið fór að ljókka, og drógu þeir þá allar lóðirnar að mestu leyti, „pistill" og hann, og mátti ekki á milli sjá, hver þeirra var sterkari við dráttinn,

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.