Lögrétta - 01.07.1935, Side 41

Lögrétta - 01.07.1935, Side 41
177 LÖGRJETTA 178 / ^aforkumál áslendínöa Hugleíðíngar og tíllögur alþýðumanns, Síðarí hlutí. I. Um stofnun Orkusjóðs íslands. — Rafyeitulánasjóður. — Orkusjóður. — Þrír alþingismenn báru fram frumvarp á Alþingi veturinn 1931 um rafveitulánasjóð íslands. En frumvarp það leið hlutskifti þeirra mála, er niður fjellu með þingrofi. Það gladdi mig að verða var við áhuga um sjóðstofnun í tilgreinda átt, þótt jeg að- hyllist aðrar ieiðir um fjáröflun til hennar. — Nafn stofnunarinnar vil jeg stytta og breyta því eins og fyrirsögn að framan bend- ir til (Orkusjóður). — Vjer lifum á breyt- inga- og framkvæmdatímum. — Mætti svo skipast síðar að „Orkusjóður“ gæti einnig hlynt að annari tegund orku, t. d. frá jarð- hita. — Tilganginn þarf að sjálfsögðu að skýra í fyrstu grein laga um það efni. Prumvarpið um rafveitulánasjóð gjörði ráð fyrir að ríkissjóður vor lánaði greindri stofn- un allmikla fjárfúlgu í byrjun. (Jeg hygg auk annara verðmæta 2 miljónir króna). En hagur ríkisins er svo þröngur, að ekki er hægt að auka gjöld þess að neinum mun. Virðist mjer ekki fært að ákveða ríkissjóði annað beint fjárhagslegt verkefni fyrir orku- sjóð heldur en e. t. v. einhver útgjöld við sjerfræðilegar leiðbeiningar um aðalatriði orkumála og þóknun, t. d, 5 þúsundir króna árlega, við stjórn orkusjóðsins. Ef raforkusjóði verða veitt skilyrði til að eignast verulegar og varanlegar tekjur ár- lega á hann, þegar tímar líða, að geta orðið hliðstæður við Landhelgissjóð og Ræktun- arsjóð og aðra sjóði, er stefna að einhverju takmarki um heill þjóðar vorrar. Islendingar munu samhuga um, að hinir nafngreindu eldri sjóðir bera vitni um glögg- an rannsóknarhug, framfaraþrá og gætni þeirra mikilhæfu rnanna, er mörkuðu þeim form og stefnu, enda hafa sjóðir þeir nú þeg- ar hlotið tíma tii að veita mikið gagn. „En nú kvíði jeg fyrir því, þegar þú ert farinn, og mjer þykir það leiðinlegt, hvað þið Bjarni Jóns hafið átt í miklum brösum. Mjer stendur altaf einhver stuggur af þeim manni“, sagði Gríma. „Ertu iirædd um, að hann geri þjer nokk- uð ilt, eftir að jeg er farinn?“ spurði Grímsi. Gríma svaraði þvi ekki neinu, og hún gaf honum myndina, þar sem hún stóð i ferm- ingarkjólnum, að skilnaði til minningar um, að þau hefðu verið saman. Það er heillandi og lokkandi og töfr- andi að sigla meðfram norðurstönd Is- lands um Jónsmessuleytið i blæjalogni og bjartri sýn. Nú blasti þessi stóra mynd frammi fyrir augunum á vermönnum á „Skálholti“. Grímsi stóð þar á þilfarinu og gaf þvi auga, hvernig vikin þokaðist smátt og smátt saman fyrir sjónum hans. Honum var það nú ekki sársaukalaust, að hún skyldi hverfa, og þarna ginu þá hamrarnir við, þessar tröllslegu gnípur og álfaborgir, og þessir ógurlegu hraunkarlar gláptu niður á mennina, þessi smápeð, sem voru að læð- ast um sjóinn. Skínandi geislar kveldsólarinnar spegl- uðust um allan sjóinn, ein endalaus glitr- andi breiða það sem augað eygði til hafs. Svartfuglinn flaug í kringum skipið i stórum breiðum, og' nokkrir hörðu til vængj- unum á sjóinn og görguðu og stungu sjer of- an í hinn glitrandi mar. Vermennirnir voru glaðir og reifir og sungu við raust: „Glaðir áfram okkar leið yfir bláan sæ.“ Með sólarupprás blasti ströndin við eins og hláleitt hand i austri. Frh.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.